Lífið

Sækir innblástur í rómantískar gamanmyndir í nýju myndbandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ariana Grande heldur áfram að gera allt vitlaust.
Ariana Grande heldur áfram að gera allt vitlaust. Twitter/Ariana Grande
Poppstjarnan Ariana Grande heldur áfram að stela sviðsljósinu á samfélagsmiðlum. Nýjasta útspil hennar eru myndir frá tökum á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Thank u, next. 

Svo virðist sem myndbandið muni byggja á fjórum frægum rómantískum gamanmyndum fyrsta áratugs þessarar aldar, Mean Girls, Legally Blonde, 13 Going on 30 og Bring It On.

Thank u, next skaust á toppinn á nær öllum vinsældalistum vestanhafs eftir að það kom út á dögunum, en lagið er óður til sjálfsástar og fyrrverandi kærasta söngkonunnar.

Grande hefur sjálf brit myndir af tökustað á samfélagsmiðlum sínum síðustu daga og hafa þar verið vísanir í myndirnar sem allir aðdáendur ættu að kannast við.

Til dæmis tilvitnanir í myndina Mean Girls sem kom út árið 2004, mynd af söngkonunni með appelsínugula iBook tölvu líkt og persónan Elle Woods notaði í Legally Blonde og að sjálfsögðu klappstýrubúningar. Þá var mynd sem hún birti á dögunum þar sem hún virtist hafa klippt sig stutthærða, vísun í myndina 13 Going on 30.

Aðdáendur virðast hafa gert sér vonir um að myndbandið komi út um helgina en söngkonan sjálf segir að svo sé ekki, en að unnið sé hörðum höndum að því að koma því í birtingu sem fyrst til að slökkva forvitni fólks.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.