Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2018 11:06 Don McGahn (í bakgrunni) varaði Trump forseta eindregið við því að skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga. Vísir/EPA Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa skilað skriflegum svörum hans við spurningum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um meint tengsl framboðs hans rússnesk stjórnvöld. Á sama tíma er greint frá því að forsetinn hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja pólitíska andstæðinga sína til saka. Spurningarnar sem Trump og lögmenn hans svöruðu eru aðeins sagðar varða meint samráð við Rússa en ekki mögulegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar, að sögn Washington Post. New York Times segir að þrátt fyrir að Mueller hafi fallist á að Trump fengi að svara skriflega hafi hann ekki útilokað að knýja forsetann til þess að gefa skýrslu munnlega þegar saksóknarar hans hafa farið yfir svörin. Trump hélt því lengi vel fram að hann væri opinn fyrir að mæta til skýrslutöku hjá sérstaka rannsakandanum. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að lögmenn hans hafi verið andsnúnir þeirri hugmynd, meðal annars af ótta við að Trump myndi ljúga að saksóknurunum. Eftir að svörunum var skilað sögðu lögmenn Trump að nú væri kominn tími til að Mueller lyki rannsókn sinni. Alríkislögreglan FBI hóf rannsóknina sumarið 2016 þegar vísbendingar komu fram um grunsamleg samskipti starfsmanna framboðsins við rússneska útsendara. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi og falið að stýra rannsókninni í maí í fyrra í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Trump sagði síðar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu.Sérstakur rannsakandi var skipaður yfir Rússarannsóknina eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI.Vísir/EPAVöruðu við afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga New York Times greindi einnig frá því í gær að Trump hefði sagt þáverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins að hann vildi skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja Comey og Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum árið 2016, til saka. Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingurinn, er sagður hafa brýnt fyrir forsetanum að þrátt fyrir að hann hefði tæknilega vald til að gefa ráðuneytinu slíka skipun þá gæti hún komið honum í koll, bæði lagalega og pólitískt. Gæfi hann skipun um rannsókn á pólitískum andstæðingum byði það upp á ásakanir um misnotkun valds. McGahn lét í kjölfarið skrifa ítarlegt minnisblað fyrir forsetann þar sem hann var varaður við alvarlegum afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga sína. Ein þeirra afleiðinga gæti verið ákæra í þinginu. McGahn yfirgaf Hvíta húsið í haust. Komið hefur fram að hann hafi unnið með rannsókn Mueller. Blaðið segir óljóst hvort að Trump hafi lesið minnisblaðið eða hvort hann hafi gengið frekar á eftir því að Clinton og Comey yrðu rannsökuð. Forsetinn ræði það hins vegar áfram í einrúmi, meðal annars hvort að skipa ætti annan sérstakan rannsakanda til að þjarma að Clinton og Comey. Hann hafi lýst vonbrigðum með að Christopher Wray, forstjóri FBI sem hann skipaði sjálfur eftir að hann rak Comey, hafi ekki rannsakað þau. Ekki liggur fyrir hvaða meintu glæpi Trump vildi að yrðu rannsakaðir í tengslum við Clinton og Comey. Sýn forsetans á dómsmálaráðuneytið virðist sú að það eigi að vernda hann persónulega frekar en að vera sjálfstæð æðsta stofnun löggæslumála í Bandaríkjunum. Trump hélt því ítrekað fram í kosningabaráttunni að Clinton væri spillt og ætti heima á bak við lás og slá. Á kosningafundum leiddi hann stuðningsmenn sína í að hrópa slagorðið „Læsið hana inni!“ um Clinton. Lýsti hann því yfir að næði hann kjöri sem forseti léti hann skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Fyrst eftir kosningarnar virtist Trump draga nokkuð í land. Hann hefur aftur á móti haldið áfram að spyrja embættismenn sína og ráðgjafa hvers vegna dómsmálaráðuneytið hafi ekki aðhafst gegn Clinton. Þá hefur forsetinn sakað Comey um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um samskipti þeirra til New York Times. Blaðið fullyrðir að það hafi ekki fengið nein gögn sem voru skilgreind sem leynileg. Comey er á meðal vitna í Mueller-rannsókninni og því gætu tilburðir Trump til að láta rannsaka hans verið túlkaðir sem tilraun til að hafa áhrif á vitni.Hæfi Matthews Whitaker til að gegna embætti starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið dregið í efa.AP/Charlie NeibergallEfast um hæfi starfandi dómsmálaráðuneytisis Trump rak Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinna, daginn eftir þingkosningarnar sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Við það færðist umsjón með Mueller-rannsókninni til Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra. Whitaker tjáði sig opinberlega um rannsóknina á einatölvupóstþjóninum sem Clinton notaði þegar hún var utanríkisráðherra sem lauk árið 2016. Þvert á niðurstöðu FBI sagði Whitaker að hann hefði ákært Clinton. Starfandi ráðherrann hefur verið sakaður um að vera vanhæfur til að gegna embættinu. Hann hefur verið gagnrýninn á Mueller-rannsóknina. Þá hefur athygli beinst að fyrri störfum hans í einkageiranum, þar á meðal fyrir fyrirtæki sem Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) lét loka. Nú síðast greindi New York Times frá því að Whitaker hefði þegið 1,2 milljónir dollara frá hópi íhaldsmanna sem gefur ekki upp fjárhagslega bakhjarla sína. Það er talið vekja upp spurningar um hvort að Whitaker geti átt í hagsmunaárekstrum sem hann hefur ekki upplýst um. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. 9. nóvember 2018 16:51 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Lögfræðingurinn er talinn lykilvitni um hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 29. ágúst 2018 15:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa skilað skriflegum svörum hans við spurningum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um meint tengsl framboðs hans rússnesk stjórnvöld. Á sama tíma er greint frá því að forsetinn hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja pólitíska andstæðinga sína til saka. Spurningarnar sem Trump og lögmenn hans svöruðu eru aðeins sagðar varða meint samráð við Rússa en ekki mögulegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar, að sögn Washington Post. New York Times segir að þrátt fyrir að Mueller hafi fallist á að Trump fengi að svara skriflega hafi hann ekki útilokað að knýja forsetann til þess að gefa skýrslu munnlega þegar saksóknarar hans hafa farið yfir svörin. Trump hélt því lengi vel fram að hann væri opinn fyrir að mæta til skýrslutöku hjá sérstaka rannsakandanum. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að lögmenn hans hafi verið andsnúnir þeirri hugmynd, meðal annars af ótta við að Trump myndi ljúga að saksóknurunum. Eftir að svörunum var skilað sögðu lögmenn Trump að nú væri kominn tími til að Mueller lyki rannsókn sinni. Alríkislögreglan FBI hóf rannsóknina sumarið 2016 þegar vísbendingar komu fram um grunsamleg samskipti starfsmanna framboðsins við rússneska útsendara. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi og falið að stýra rannsókninni í maí í fyrra í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Trump sagði síðar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu.Sérstakur rannsakandi var skipaður yfir Rússarannsóknina eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI.Vísir/EPAVöruðu við afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga New York Times greindi einnig frá því í gær að Trump hefði sagt þáverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins að hann vildi skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja Comey og Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum árið 2016, til saka. Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingurinn, er sagður hafa brýnt fyrir forsetanum að þrátt fyrir að hann hefði tæknilega vald til að gefa ráðuneytinu slíka skipun þá gæti hún komið honum í koll, bæði lagalega og pólitískt. Gæfi hann skipun um rannsókn á pólitískum andstæðingum byði það upp á ásakanir um misnotkun valds. McGahn lét í kjölfarið skrifa ítarlegt minnisblað fyrir forsetann þar sem hann var varaður við alvarlegum afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga sína. Ein þeirra afleiðinga gæti verið ákæra í þinginu. McGahn yfirgaf Hvíta húsið í haust. Komið hefur fram að hann hafi unnið með rannsókn Mueller. Blaðið segir óljóst hvort að Trump hafi lesið minnisblaðið eða hvort hann hafi gengið frekar á eftir því að Clinton og Comey yrðu rannsökuð. Forsetinn ræði það hins vegar áfram í einrúmi, meðal annars hvort að skipa ætti annan sérstakan rannsakanda til að þjarma að Clinton og Comey. Hann hafi lýst vonbrigðum með að Christopher Wray, forstjóri FBI sem hann skipaði sjálfur eftir að hann rak Comey, hafi ekki rannsakað þau. Ekki liggur fyrir hvaða meintu glæpi Trump vildi að yrðu rannsakaðir í tengslum við Clinton og Comey. Sýn forsetans á dómsmálaráðuneytið virðist sú að það eigi að vernda hann persónulega frekar en að vera sjálfstæð æðsta stofnun löggæslumála í Bandaríkjunum. Trump hélt því ítrekað fram í kosningabaráttunni að Clinton væri spillt og ætti heima á bak við lás og slá. Á kosningafundum leiddi hann stuðningsmenn sína í að hrópa slagorðið „Læsið hana inni!“ um Clinton. Lýsti hann því yfir að næði hann kjöri sem forseti léti hann skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Fyrst eftir kosningarnar virtist Trump draga nokkuð í land. Hann hefur aftur á móti haldið áfram að spyrja embættismenn sína og ráðgjafa hvers vegna dómsmálaráðuneytið hafi ekki aðhafst gegn Clinton. Þá hefur forsetinn sakað Comey um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um samskipti þeirra til New York Times. Blaðið fullyrðir að það hafi ekki fengið nein gögn sem voru skilgreind sem leynileg. Comey er á meðal vitna í Mueller-rannsókninni og því gætu tilburðir Trump til að láta rannsaka hans verið túlkaðir sem tilraun til að hafa áhrif á vitni.Hæfi Matthews Whitaker til að gegna embætti starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið dregið í efa.AP/Charlie NeibergallEfast um hæfi starfandi dómsmálaráðuneytisis Trump rak Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinna, daginn eftir þingkosningarnar sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Við það færðist umsjón með Mueller-rannsókninni til Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra. Whitaker tjáði sig opinberlega um rannsóknina á einatölvupóstþjóninum sem Clinton notaði þegar hún var utanríkisráðherra sem lauk árið 2016. Þvert á niðurstöðu FBI sagði Whitaker að hann hefði ákært Clinton. Starfandi ráðherrann hefur verið sakaður um að vera vanhæfur til að gegna embættinu. Hann hefur verið gagnrýninn á Mueller-rannsóknina. Þá hefur athygli beinst að fyrri störfum hans í einkageiranum, þar á meðal fyrir fyrirtæki sem Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) lét loka. Nú síðast greindi New York Times frá því að Whitaker hefði þegið 1,2 milljónir dollara frá hópi íhaldsmanna sem gefur ekki upp fjárhagslega bakhjarla sína. Það er talið vekja upp spurningar um hvort að Whitaker geti átt í hagsmunaárekstrum sem hann hefur ekki upplýst um.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. 9. nóvember 2018 16:51 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Lögfræðingurinn er talinn lykilvitni um hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 29. ágúst 2018 15:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. 9. nóvember 2018 16:51
Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37
Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Lögfræðingurinn er talinn lykilvitni um hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 29. ágúst 2018 15:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent