Er lífskjarastefnan að líða undir lok á Íslandi? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun