Telur Reykjavíkurborg gefa ranga mynd af stöðu leikskólanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira