Leikskólastjórar ósáttir: „Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 15:45 Í fjórum leikskólum borgarinnar eru engir leikskólakennarar starfandi á deildunum með börnunum Fréttablaðið/ANTON BRINK Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt." Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Á næstu fimm árum stefnir Reykjavíkurborg á að fjölga leikskólaplássum um 700 til 750 til að hægt verði að bjóða börnum 12 mánaða og eldri pláss fyrir lok árs 2023. Verja á rúmum fimm milljörðum í verkefnið og fer stærsti hlutinn í að byggja fimm nýja leikskóla, reisa viðbyggingar við leikskóla og opna leikskóladeildir í færanlegu húsnæði. Guðrún Jóna Thorarensen er leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík. Hún segir tillögurnar ekki ganga upp vegna mönnunarvanda. Í dag reki borgin 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara sem starfa inn á deildum. Í fjórum leikskólum starfar enginn leikskólakennari inn á deildum. Aðeins 25 prósent starfsmanna leikskóla borgarinnar séu með fagmenntun sem sé miklu minna hlutfall en á landsvísu.Guðrún Jóna segir leikskólastjóra borgarinnar ósátta við nýjar tillögur borgarinnar„Það eru lög í landinu sem kveða á um að leikskólakennarar skuli vera að lágmarki tveir af hverjum þremur eða um það bil 70 prósent af starfsfólki leikskólans," segir Guðrún Jóna.Búið að ráða í færri stöður nú en í fyrra Vegna mönnunarvanda eru laus pláss á leikskólum. Í fyrravetur voru 200 laus pláss á leikskólum en nú í ár eru 370 laus pláss. Borgarstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að betur gengi að manna leikskóla nú en áður. „Við sjáum ekki að það hafi gengið mikið betur að manna núna. Í október í fyrra var búið að ráða í 1.430 stöður en núna ár í 1.423 stöður. Það eru færri stöður," segir Guðrún Jóna og bendir á að til að bæta stöðuna þurfi að byrja á réttum enda. Hækka og leiðrétta laun leikskólakennara og gera starfið eftirsóknarvert. „Ef við viljum leikskóla þá þurfum við leikskólakennara. Við getum auðvitað byggt og sagt: Við erum að opna gæsluvelli. Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla. Það eru ekki forsendur fyrir því að bjóða út frekari þjónustu fyrr en við erum búin að laga stöðuna eins og hún er núna. Það er mikilvægt."
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira