„Eina skiptið sem þið munið sjá mig gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 23:30 Tim Cahill. Vísir/Getty Tim Cahill barðist við tárin eftir síðasta landsleikinn sinn í dag en hann lék þá sinn 108. og síðasta leik fyrir ástralska landsliðið. Ástralía vann 3-0 sigur á Líbanon í síðasta landsleik Tim Cahill. Tim Cahill náði ekki að skora en þessi 38 ára gamli framherji kom inná sem varamaður á 82. mínútu. Martin Boyle skoraði tvívegis en þriðja markið skoraði Mathew Leckie."This is the only time you're going to see me cry.” It was an emotional farewell for Tim Cahill in Sydney. Readhttps://t.co/Yxfn4BmM4tpic.twitter.com/lCvIFc3tb0 — BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2018Tim Cahill er markahæsti landsliðsmaður Ástrala frá upphafi með 50 mörk. Hann var líka fyrsti Ástralinn til að skora á HM. Það var tilfinningarík stund fyrir Tim Cahill í leikslok og hann gat ekki haldið aftur af tárunum. „Þetta er eina skiptið sem þið munið sjá mig gráta. Í hvert skipti sem ég klæddist græna og gulllitaða búningnum þá gaf ég allt mitt og spilaði með hjartanu. Takk kærlega fyrir Ástralía,“ sagði Tim Cahill eftir leikinn. Tim Cahill og þjálfarinn Graham Arnold ákváðu það í sameiningu að Cahill kæmi ekki inná fyrr en í lokin. „Fyrstu 85 mínúturnar snúast um frammistöðu. Timmy má fá síðustu fimm mínúturnar,“ sagði Graham Arnold, þjálfari ástralska landsliðsins. Tim Cahill endar aðeins einum leik frá landsleikjametinu en það er í eigu markvarðarins Mark Schwarzer sem spilaði 109 landsleiki á sínum. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tim Cahill með fjölskyldu sinni í leikslok.Surrounded by his family, Tim Cahill fought back tears after representing Australia for the final time. pic.twitter.com/HlVD0FCFjM — ESPN FC (@ESPNFC) November 20, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Tim Cahill barðist við tárin eftir síðasta landsleikinn sinn í dag en hann lék þá sinn 108. og síðasta leik fyrir ástralska landsliðið. Ástralía vann 3-0 sigur á Líbanon í síðasta landsleik Tim Cahill. Tim Cahill náði ekki að skora en þessi 38 ára gamli framherji kom inná sem varamaður á 82. mínútu. Martin Boyle skoraði tvívegis en þriðja markið skoraði Mathew Leckie."This is the only time you're going to see me cry.” It was an emotional farewell for Tim Cahill in Sydney. Readhttps://t.co/Yxfn4BmM4tpic.twitter.com/lCvIFc3tb0 — BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2018Tim Cahill er markahæsti landsliðsmaður Ástrala frá upphafi með 50 mörk. Hann var líka fyrsti Ástralinn til að skora á HM. Það var tilfinningarík stund fyrir Tim Cahill í leikslok og hann gat ekki haldið aftur af tárunum. „Þetta er eina skiptið sem þið munið sjá mig gráta. Í hvert skipti sem ég klæddist græna og gulllitaða búningnum þá gaf ég allt mitt og spilaði með hjartanu. Takk kærlega fyrir Ástralía,“ sagði Tim Cahill eftir leikinn. Tim Cahill og þjálfarinn Graham Arnold ákváðu það í sameiningu að Cahill kæmi ekki inná fyrr en í lokin. „Fyrstu 85 mínúturnar snúast um frammistöðu. Timmy má fá síðustu fimm mínúturnar,“ sagði Graham Arnold, þjálfari ástralska landsliðsins. Tim Cahill endar aðeins einum leik frá landsleikjametinu en það er í eigu markvarðarins Mark Schwarzer sem spilaði 109 landsleiki á sínum. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tim Cahill með fjölskyldu sinni í leikslok.Surrounded by his family, Tim Cahill fought back tears after representing Australia for the final time. pic.twitter.com/HlVD0FCFjM — ESPN FC (@ESPNFC) November 20, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira