Facebook stríðir notendum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 14:11 Þessi kaldranalegu skilaboð tóku á móti mörgum sem vildu skrá sig inn á Facebook eftir hádegi í dag. Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar. Facebook Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar.
Facebook Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira