Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir skrifar 20. nóvember 2018 12:00 „Þú ert hjá mömmu eina viku og hjá pabba hina. Hjá mömmu færðu nauðsynleg hjálpartæki en engin hjá pabba. Sittu hjá aðra hverja umferð.“ Þannig hljóðar texti á skilti sem borið var í kröfugöngunni niður Laugaveginn 1. maí í vor. Þessi fáu orð lýsa upp veruleika fjölmargra barna hér á landi og þá staðreynd að leggja þarf miklu meiri áherslu á réttindi barna. Á þessum degi var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur í Allsherjarþinginu. Sáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um réttindi sem öll börn eiga að njóta. Þau eiga að njóta mannréttinda og þeim má ekki mismuna um nein réttindi. Sáttmálinn kveður á um sérstaka þjónustu, menntun, aðhlynningu og fleira sem varðar fötluð börn sem og kröfu um að skilningur verði aukinn á aðstæðum þeirra. Okkur ber skylda til að forða þeim frá aðstæðum sem leiða til mismununar og tryggja að börn alist upp við skilning, umburðarlyndi, vináttu og frið. Þetta finnst okkur vafalaust sjálfsagt. En þetta er ekki bara eðlileg siðferðisleg skylda. Þetta eru lög. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Okkur ber að fylgja ákvæðum hans í einu og öllu. Margt gengur vel. En það eru ekki öll börn sem passa í kassa. Börn sem eru ekki með sýnilega fötlun eða veikindi lenda oft í mismunun, rétt eins og börn með sýnilega fötlun. Mörg fá hvorki viðeigandi stuðning og skilning. Við getum nefnt aðgengi að íþróttahúsum og öðru tómstundastarfi. Við getum líka nefnt þátt samfélagsins og skort á þjónustu við fötluð börn og ekki síst þeirri staðreynd að ábyrgð á fötlun og umönnun er oft varpað yfir á foreldra. Það er ekki gott. Það er nefnilega samfélagsins að bera ábyrgð á að veita þjónustu og stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu allra barna. Eigum við að nefna lyfjakostnað og aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Man einhver eftir því að gerður hafi verið samfélagssáttmáli um að fela einkafyrirtækjum slík völd og ábyrgð yfir lífi og heilsu fólks án þess að þurfa að axla nokkra samfélagslega ábyrgð? Þetta þarf að skoða vandlega. Og þótt margt sé vel gert, eins og nefnt var hér að ofan, þá er margt sem þarf að bæta. Það er þetta með kassann. Fræðsla þarf að vera byggð á rökum og vera óhlutdræg. Hvaðan kemur fræðslan, frá heilbrigðisstarfsfólki, fólki sem er með fötlun eða aðstandendum? Við þurfum fræðslu í menntakerfinu um fatlanir, veikindi og margbreytileika í samfélaginu. Svoleiðis nokkuð ætti að vera hluti af mannréttindafræðslu. Mikilvægt er að fræða börn og aðstandendur þeirra frá upphafi skólagöngu og fá umræðu í gang um að allir séu einstakir. Ekki má heldur gleyma þeim sem sjá um kennslu og umönnun barnanna okkar. Þekking innan skólans er stundum af skornum skammti og úr því þarf að bæta. Tryggja þarf fjármagn og fagfólk til að tryggja skóla fyrir alla.Tryggja þarf samfellu í þjónustu við börn óháð því hvort ríki eða sveitarfélög veiti þjónustuna. Og þjónustan á að vera á forsendum þess sem hana fær, ekki kerfiskarla og -kerlinga úti í bæ. Þetta er langur listi. Húsnæði, akstursmál og svo álagið og áreitið. Foreldrar þurfa háskólapróf til að feta sig áfram innan kerfis sem krefst endurnýjana á tveggja til fjögurra ára fresti. Endalausar endurnýjanir á samningum hjá Félagsþjónustunni og listinn er lengri. Það er stundum ákaflega erfitt að átta sig á því hverjum allt þetta skrifræði er að þjóna. En víst er að börnin virðast ekki vera fremst í þeirri forgangsröð. Í dag 20. nóvember fögnum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum að gera það alltaf. Barnasáttmálinn er lifandi plagg sem við eigum ekki aðeins að hugsa um og fagna á þessum degi. Tilgangur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er að styrkja og tryggja réttindi barna. Gefum nú í gott fólk, og gerum alla daga að degi Barnasáttmálans.Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Þú ert hjá mömmu eina viku og hjá pabba hina. Hjá mömmu færðu nauðsynleg hjálpartæki en engin hjá pabba. Sittu hjá aðra hverja umferð.“ Þannig hljóðar texti á skilti sem borið var í kröfugöngunni niður Laugaveginn 1. maí í vor. Þessi fáu orð lýsa upp veruleika fjölmargra barna hér á landi og þá staðreynd að leggja þarf miklu meiri áherslu á réttindi barna. Á þessum degi var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur í Allsherjarþinginu. Sáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um réttindi sem öll börn eiga að njóta. Þau eiga að njóta mannréttinda og þeim má ekki mismuna um nein réttindi. Sáttmálinn kveður á um sérstaka þjónustu, menntun, aðhlynningu og fleira sem varðar fötluð börn sem og kröfu um að skilningur verði aukinn á aðstæðum þeirra. Okkur ber skylda til að forða þeim frá aðstæðum sem leiða til mismununar og tryggja að börn alist upp við skilning, umburðarlyndi, vináttu og frið. Þetta finnst okkur vafalaust sjálfsagt. En þetta er ekki bara eðlileg siðferðisleg skylda. Þetta eru lög. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Okkur ber að fylgja ákvæðum hans í einu og öllu. Margt gengur vel. En það eru ekki öll börn sem passa í kassa. Börn sem eru ekki með sýnilega fötlun eða veikindi lenda oft í mismunun, rétt eins og börn með sýnilega fötlun. Mörg fá hvorki viðeigandi stuðning og skilning. Við getum nefnt aðgengi að íþróttahúsum og öðru tómstundastarfi. Við getum líka nefnt þátt samfélagsins og skort á þjónustu við fötluð börn og ekki síst þeirri staðreynd að ábyrgð á fötlun og umönnun er oft varpað yfir á foreldra. Það er ekki gott. Það er nefnilega samfélagsins að bera ábyrgð á að veita þjónustu og stuðla að andlegri og líkamlegri heilsu allra barna. Eigum við að nefna lyfjakostnað og aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Man einhver eftir því að gerður hafi verið samfélagssáttmáli um að fela einkafyrirtækjum slík völd og ábyrgð yfir lífi og heilsu fólks án þess að þurfa að axla nokkra samfélagslega ábyrgð? Þetta þarf að skoða vandlega. Og þótt margt sé vel gert, eins og nefnt var hér að ofan, þá er margt sem þarf að bæta. Það er þetta með kassann. Fræðsla þarf að vera byggð á rökum og vera óhlutdræg. Hvaðan kemur fræðslan, frá heilbrigðisstarfsfólki, fólki sem er með fötlun eða aðstandendum? Við þurfum fræðslu í menntakerfinu um fatlanir, veikindi og margbreytileika í samfélaginu. Svoleiðis nokkuð ætti að vera hluti af mannréttindafræðslu. Mikilvægt er að fræða börn og aðstandendur þeirra frá upphafi skólagöngu og fá umræðu í gang um að allir séu einstakir. Ekki má heldur gleyma þeim sem sjá um kennslu og umönnun barnanna okkar. Þekking innan skólans er stundum af skornum skammti og úr því þarf að bæta. Tryggja þarf fjármagn og fagfólk til að tryggja skóla fyrir alla.Tryggja þarf samfellu í þjónustu við börn óháð því hvort ríki eða sveitarfélög veiti þjónustuna. Og þjónustan á að vera á forsendum þess sem hana fær, ekki kerfiskarla og -kerlinga úti í bæ. Þetta er langur listi. Húsnæði, akstursmál og svo álagið og áreitið. Foreldrar þurfa háskólapróf til að feta sig áfram innan kerfis sem krefst endurnýjana á tveggja til fjögurra ára fresti. Endalausar endurnýjanir á samningum hjá Félagsþjónustunni og listinn er lengri. Það er stundum ákaflega erfitt að átta sig á því hverjum allt þetta skrifræði er að þjóna. En víst er að börnin virðast ekki vera fremst í þeirri forgangsröð. Í dag 20. nóvember fögnum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum að gera það alltaf. Barnasáttmálinn er lifandi plagg sem við eigum ekki aðeins að hugsa um og fagna á þessum degi. Tilgangur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er að styrkja og tryggja réttindi barna. Gefum nú í gott fólk, og gerum alla daga að degi Barnasáttmálans.Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um málefni barna.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun