Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 11:40 Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939. Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. Kristinn og Þorsteinn fórust á fjallinu í október árið 1988.Greint var frá því fyrir skömmu að bandarískir fjallgöngumenn hafi fundið lík þeirra í hlíðum fjallsins. Fann hann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum þess efnis til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá einnig: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Fjölskyldur Kristins og Þorsteins hafa sent frá sér tilkynningu til fjölmiðla þar sem fram kemur að þær hafi þekkst boð Leifs Arnar um að hann fari að þeim stað þar sem jarðneskar leifar þeirra fundust en talið er að þær séu staðsettar í 5.500 metra hæð yfir sjávarmáli.Pumo-Ri er 7161m hátt.Getty/ Heath HoldenStofna styrktarreikning til að styrkja leiðangurinn Í tilkynningunni segir að staðurinn sé talinn nægilega aðgengilegur þannig að Leifi og öðrum sé ekki hætta búin. Sem fyrr segir er Leifur þegar lagður af stað en hann mun kanna möguleikann á því að koma jarðneskum leifum þeirra til Katmandú, höfuðborgar Nepals. Takist það er gert ráð fyrir að fulltrúar aðstandenda Kristins og Þorsteins taki við og annist nauðsynlegar ráðstafanir til þess að undirbúa flutning þeirra heim til Íslands. Hafa borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild og kennslanefnd ríkislögreglustjóra aðstoðað við skipulagningu. Þá segir einnig að vegna fyrirspurna um hvernig megi aðstoða hafi verið stofnaður styrktarreikningur í nafni Kristins Steinars Kristinssonar, sonar Kristins, í Arion banka þar sem styrkja megi för Leifs og annan undirbúning vegna flutninga á jarðneskum leifum Kristins og Þorsteins en upplýsingar um bankareikning má sjá hér að neðan.Styrktarreikningur: 0370-13-004559. Kennitala: 310389-2939.
Tengdar fréttir Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45
Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01