Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 12:00 Ryan Fry, annar frá vinstri, hoppar upp á pallinn á ÓL 2014. Vísir/Getty Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum. Ólympíuleikar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum.
Ólympíuleikar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira