Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:45 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. Ásakanirnar á hendur honum voru nafnlausar og varða meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en ráðist var í úttektina í kjölfar þess að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum hjá ON í september síðastliðnum.Stjórnendum bárust ábendingar um alvarleg kynferðisbrot Eftir að Áslaug Thelma var rekin var Bjarna Má sagt upp störfum vegna „óviðeigandi hegðunar“ en Áslaug Thelma hefur sagt brottrekstur sinn frá ON algjörlega tilhæfulausan. Vildi Áslaug Thelma meina að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Niðurstaða úttektar innri endurskoðunar borgarinnar er hins vegar sú að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið réttmæt. Hið sama á við um uppsögn Bjarna Más. Hvað varðar Þórð Ásmundsson þá var stjórnendum OR tilkynnt um það tveimur dögum eftir að Bjarni Már var rekinn að Þórður hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Tilkynnt hafði verið í fjölmiðlum daginn áður að Þórður myndi taka við stöðu Bjarna Más. Þórður hafði verið forstöðumaður hjá ON en þegar stjórnendum bárust ábendingar um meint kynferðisbrot hans var ákveðið að hann myndi ekki taka við framkvæmdastjórastöðunni heldur fara í leyfi frá störfum. Berglind Rán Ólafsdóttir tók þá við framkvæmdastjórastöðunni.Tuttugu ára gamlar ásakanir sem lúta ekki að atburðu á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum Í úttekt innri endurskoðunar segir um mál Þórðar: „Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að fram hafi komið sögusagnir um alvarlegt kynferðisofbeldi af hálfu hins nýráðna framkvæmdastjóra. Engar kærur hafa verið bornar upp í málinu og ábendingar eru nafnlausar. Ekki hefur verið staðfest hvernig nafnlausar ásakanir um meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum 20 árum bárust fjölmiðlum. Ásakanir þær sem um ræðir lúta ekki að atburðum á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum og taka til tímabils langt áður en viðkomandi stjórnandi hóf störf hjá fyrirtækin. Ekki er því um að ræða tilvik sem gætu fallið undir reglur um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað, sbr. reglugerð nr. 1009/2015.“Greint var frá því í gær að Þórður Ásmundsson muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. Ásakanirnar á hendur honum voru nafnlausar og varða meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en ráðist var í úttektina í kjölfar þess að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum hjá ON í september síðastliðnum.Stjórnendum bárust ábendingar um alvarleg kynferðisbrot Eftir að Áslaug Thelma var rekin var Bjarna Má sagt upp störfum vegna „óviðeigandi hegðunar“ en Áslaug Thelma hefur sagt brottrekstur sinn frá ON algjörlega tilhæfulausan. Vildi Áslaug Thelma meina að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Niðurstaða úttektar innri endurskoðunar borgarinnar er hins vegar sú að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið réttmæt. Hið sama á við um uppsögn Bjarna Más. Hvað varðar Þórð Ásmundsson þá var stjórnendum OR tilkynnt um það tveimur dögum eftir að Bjarni Már var rekinn að Þórður hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Tilkynnt hafði verið í fjölmiðlum daginn áður að Þórður myndi taka við stöðu Bjarna Más. Þórður hafði verið forstöðumaður hjá ON en þegar stjórnendum bárust ábendingar um meint kynferðisbrot hans var ákveðið að hann myndi ekki taka við framkvæmdastjórastöðunni heldur fara í leyfi frá störfum. Berglind Rán Ólafsdóttir tók þá við framkvæmdastjórastöðunni.Tuttugu ára gamlar ásakanir sem lúta ekki að atburðu á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum Í úttekt innri endurskoðunar segir um mál Þórðar: „Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að fram hafi komið sögusagnir um alvarlegt kynferðisofbeldi af hálfu hins nýráðna framkvæmdastjóra. Engar kærur hafa verið bornar upp í málinu og ábendingar eru nafnlausar. Ekki hefur verið staðfest hvernig nafnlausar ásakanir um meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum 20 árum bárust fjölmiðlum. Ásakanir þær sem um ræðir lúta ekki að atburðum á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum og taka til tímabils langt áður en viðkomandi stjórnandi hóf störf hjá fyrirtækin. Ekki er því um að ræða tilvik sem gætu fallið undir reglur um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað, sbr. reglugerð nr. 1009/2015.“Greint var frá því í gær að Þórður Ásmundsson muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00