Rétt að manna stöður áður en byggt er upp Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Lagst verður í mikla uppbyggingu næstu fimm ár, nýir og stærri leikskólar verða byggðir og ungbarnadeildum fjölgað til muna. Fréttablaðið/vilhelm Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“