Tæplega tvö þúsund manns boða komu sína á mótmæli vegna Klaustursmálsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:31 Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent