Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:00 Sjúkrahótelið við Landspítalann. Mynd/NLSH Nýi Landspítalinn, NLSH ohf., náði í dag samkomulagi við Munck Íslandi ehf. um verkskil á sjúkrahótelinu við Hringbraut. Framkvæmdum á sjúkrahótelinu og lóð þess er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. Ágreiningur hefur verið uppi milli NHLSH ohf. og Munck Íslandi ehf., um ýmis atriði er varða samningssamband þeirra, þ.á m. um tímasetningu umsaminna verkloka, skilaástand og ábyrgð á athugasemdum vegna verklokaúttektar, orsakir á töfum verksins, tafabætur, réttmæti reikninga, skaðabætur vegna tafa, verkgæði, annmarka á verkinu o.fl. Í ljósi ágreinings óskaði NLSH ohf. eftir því í samræmi við heimildir sínar að verkskil og afhending verktaka á sjúkrahótelinu og þeirri lóð sem framkvæmdir lutu að samkvæmt verksamningi og útboðsgögnum, færi fram nú þegar. „Nú í kjölfar afhendingar getur verkkaupi lokið því sem eftir stendur af verkframkvæmdum án þess að leysa þurfi fyrst úr fyrrgreindum ágreiningi aðila sem rekja má til samningssambands þeirra. Afhending sjúkrahótels og lóðar fer því fram frá og með 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu. NLSH ohf. og Munck Ísland ehf. hafa einnig gert með sér gerðardómssamning þar sem kveðið er á um að gerðardómur fjalli með bindandi hætti um öll þau ágreiningsefni sem risið hafa og rísa kunna vegna verksamningsins. Á þessu stigi munu aðilar ekki tjá sig opinberlega um kröfur sínar og mun kostnaðaruppgjör framkvæmdarinnar liggja fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. „NLSH ohf. mun við yfirtöku á húsinu og lóð, ganga til fullnustu þeirra verka sem nauðsynlegt er til að koma húsinu í rekstrarhæft ástand, en stefnt er að því að allur innbúnaður verði kominn í húsið við árslok og húsið tilbúið til afhendingar til stjórnvalda í upphafi næsta árs.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16 Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52 Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Nýi Landspítalinn, NLSH ohf., náði í dag samkomulagi við Munck Íslandi ehf. um verkskil á sjúkrahótelinu við Hringbraut. Framkvæmdum á sjúkrahótelinu og lóð þess er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. Ágreiningur hefur verið uppi milli NHLSH ohf. og Munck Íslandi ehf., um ýmis atriði er varða samningssamband þeirra, þ.á m. um tímasetningu umsaminna verkloka, skilaástand og ábyrgð á athugasemdum vegna verklokaúttektar, orsakir á töfum verksins, tafabætur, réttmæti reikninga, skaðabætur vegna tafa, verkgæði, annmarka á verkinu o.fl. Í ljósi ágreinings óskaði NLSH ohf. eftir því í samræmi við heimildir sínar að verkskil og afhending verktaka á sjúkrahótelinu og þeirri lóð sem framkvæmdir lutu að samkvæmt verksamningi og útboðsgögnum, færi fram nú þegar. „Nú í kjölfar afhendingar getur verkkaupi lokið því sem eftir stendur af verkframkvæmdum án þess að leysa þurfi fyrst úr fyrrgreindum ágreiningi aðila sem rekja má til samningssambands þeirra. Afhending sjúkrahótels og lóðar fer því fram frá og með 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu. NLSH ohf. og Munck Ísland ehf. hafa einnig gert með sér gerðardómssamning þar sem kveðið er á um að gerðardómur fjalli með bindandi hætti um öll þau ágreiningsefni sem risið hafa og rísa kunna vegna verksamningsins. Á þessu stigi munu aðilar ekki tjá sig opinberlega um kröfur sínar og mun kostnaðaruppgjör framkvæmdarinnar liggja fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. „NLSH ohf. mun við yfirtöku á húsinu og lóð, ganga til fullnustu þeirra verka sem nauðsynlegt er til að koma húsinu í rekstrarhæft ástand, en stefnt er að því að allur innbúnaður verði kominn í húsið við árslok og húsið tilbúið til afhendingar til stjórnvalda í upphafi næsta árs.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16 Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52 Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16
Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52
Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00