Vigdís ætlar ekki að segja samflokksmönnum sínum fyrir verkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 15:16 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins tjáði sig í fyrsta sinn um ummæli samflokksmanna sinna úr Klaustursupptökunum í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík segist sammála yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum flokksins í Suðurkjördæmi sem send var út í dag vegna Klaustursupptökunnar. Vigdís hyggst þó ekki segja þingmönnum eða þingflokk fyrir verkum varðandi það hvernig bregðast eigi við upptökunum. Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum. Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi. „Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni. „Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“ Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að hún vissi ekki betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda áður en dagur er úti. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar eða hvenær fundurinn verður haldinn. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason en þeir eru á meðal fjögurra þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustur. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík segist sammála yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum flokksins í Suðurkjördæmi sem send var út í dag vegna Klaustursupptökunnar. Vigdís hyggst þó ekki segja þingmönnum eða þingflokk fyrir verkum varðandi það hvernig bregðast eigi við upptökunum. Bæjarfulltrúarnir þrír, þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Tómas Ellert Tómasson, sögðust í yfirlýsingu sinni vona að þingflokkur Miðflokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara og samstarfsfólk sitt á Klaustur fyrr í mánuðinum. Vigdís tjáði sig um Klaustursupptökurnar í fyrsta sinn á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag og sagði orðræðuna sem Miðflokksmennirnir viðhöfðu óverjandi. „Ég er sammála þessari yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi og hef við þetta að bæta að þetta er óverjandi orðræða á köflum sem ég gagnrýni harðlega,“ segir í færslunni. „Þingmenn og þingflokkur verða að bregðast við - en ég ætla ekki að segja þeim fyrir verkum - frekar en að þeir geti sagt mér fyrir verkum.“ Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að hún vissi ekki betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda áður en dagur er úti. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar eða hvenær fundurinn verður haldinn. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason en þeir eru á meðal fjögurra þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustur.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira