Innlent

Bergþór segist ekki hafa viljað skemma gott partý

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu síðan málið kom upp.
Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu síðan málið kom upp. Aðsend
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hlut með þingflokki sínum á fundi í dag. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig um framhaldið.

Fréttastofa RÚV náði tali af Bergþóri þegar hann mætti á nefndarfund á skrifstofum Alþingis í hádeginu. Bergþór var meðal annars spurður að því hvers vegna þeir Gunnars Bragi Sveinsson hefðu ekki mætt til árlegrar þingmannaveislu forsetahjónanna á Bessastöðum í gær.

„Það má öllum ljóst vera að það hefur gengið mikið á í kringum okkur tvo og ég sá ekki ástæðu til þess að skemma gott partí með því að skapa mögulegt ósætti þar. Eins og við þekkjum þá hefði slíkt getað komið upp.“

Bætti Bergþór við að hann teldi veisluna ekki hafa versnað við fjarveru sína og vonaði að allir hefðu skemmt sér vel.

Fréttastofu bárust ábendingar um að forseti Íslands annars vegar og forseti Alþingis hefðu beint þeim tilmælum til Bergþórs og Gunnars Braga að mæta ekki. Bergþór kannaðist ekki við nokkuð slíkt.

Stjórn Flokks fólksins telur að Karl Gauti og Ólafur eigi að segja af sér. Ólafur segir það ekki koma til greina og hyggst sitja sem fastast. Honum finnst hið sama eiga að gilda um Karl Gauta. Eru þeir Ólafur og Karl Gauti helst gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið formanni sínum, Ingu Sæland, til varnar í umræðum á Klaustursupptökunum.

Stjórn Flokks fólksins kemur saman til fundar klukkan tvö. Þá ætlar Miðflokksfólk að funda sömuleiðis eftir hádegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×