Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 36-26 | FH rúllaði yfir KA Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 2. desember 2018 18:30 Ásbjörn átti góðan leik fyrir FH í dag vísir/daníel FH vann öruggan tíu marka sigur á KA í elleftu umferð Olísdeildar karla í Kaplakrika í dag. Sigurinn kemur FH í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði nokkuð jafn, KA-menn voru með yfirhöndina fyrst um sinn en heimamenn hirtu hana fljótt af þeim með Bjarna Ófeig Valdimarsson fremstan í flokki, hann setti sex mörk fyrir FH í fyrri hálfleiknum. Þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður fór að ganga illa hjá gestunum í sóknarleiknum og FH-ingar gengu á lagið og komu sér upp mest fimm marka forskoti. KA-menn náðu aðeins að laga stöðuna undir lokin en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-13 fyrir FH. Seinni hálfleikurinn var eign FH frá A til Ö. Sóknarleikur Akureyringanna var mjög stirður og gaf lítið á meðan vörnin og markvarslan var vart til staðar. FH gat skorað að vild og var fljótt ljóst að sigur FH var óumflýjanlegur, spurningin var aðeins hversu stór hann yrði. Þegar upp var staðið endaði leikurinn með 36-26 sigri Hafnfirðinga.Af hverju vann FH? Heimamenn voru betra liðið á vellinum í dag. Þeir mættu nær engri fyrirstöðu í sóknarleiknum og virtust þeir Bjarni Ófeigur og Ásbjörn Friðriksson bara þurfa að hugsa um það að skora og boltinn var í netinu. Hinu megin var varnarleikur FH góður og KA var í mestu vandræðum með að finna lausnir á honum.Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndir Bjarni Ófeigur og Ásbjörn fóru mikinn í sóknarleiknum hjá FH og voru mjög áberandi. Einar Rafn Eiðsson átti einnig mjög góðan leik. Hjá gestunum voru fáir sem heilluðu, það var helst Tarik Kasumovic sem hélt þeim á floti með sínum átta mörkum.Hvað gekk illa? Markvarslan hjá KA var hreint út sagt ekki nógu góð fyrir efstu deild. Jovan Kukobat varði sex bolta af 37, sem skilar 16 prósenta markvörslu. Svavar Ingi Sigmundsson kom inn í nokkrar mínútur en náði ekki að verja einn einasta bolta og var fljótt tekinn út af aftur og Kukobat fékk að klára leikinn. Það hjálpaði markvörðunum vissulega ekki að varnarleikurinn var ekki sérstakur, en samanlögð 16 prósent markvarsla skilar ekki oft, ef nokkur tímann, sigri.Hvað gerist næst? Það er Akureyrarslagur í Höllinni næsta laugardag, KA mætir á heimavöll Akureyrar handboltafélags í stórleik á laugardagskvöldi. FH fær Hauka í heimsókn í öðrum grannaslag á mánudagskvöldið eftir viku, 10. desember.Halldór Jóhann Sigfússonvísir/vilhelmHalldór: Góður, heilsteyptur leikur „Frábær tíu marka sigur. Við skorum 36 mörk og góður sigur á móti góðu KA liði,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Það er erfitt að spila á móti þeim og þeir eru búnir að eiga góða leiki upp á síðkastið svo ég er bara mjög ánægður með mitt lið.“ „Við náðum að spila góða vörn undir lokin á fyrri hálfleik og koma okkur í þægilega fjögurra, fimm marka forystu. Komum vel út úr hálfleiknum og bætum í. Við náum að halda aga og erum að spila fína vörn heilt yfir. Þá fengum við eitt og eitt hraðaupphlaup sem skiluðu okkur í þessi tíu mörk, þá var orðið erfitt fyrir þá að koma til baka.“ Sigurinn er gott veganesti inn í risaleikinn eftir rúma viku þegar Hafnfirðingar mæta í heimsókn. „Þetta er stærsti sigurinn okkar í deildinni í vetur, góður heilsteyptur leikur er eitthvað sem við þurfum að byggja á áfram.“ „Núna erum við að fara að spila á móti Haukunum sem hafa verið eitt sterkasta liðið framan af móti og svo eru ekki bara handboltaleg gæði sem spila inn í heldur eru tilfinningar í þessu líka. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel.“Stefán Rúnar Árnasonvísir/báraStefán: Spiluðum fínan sóknarleik lengst af „Við mættum hrikalega góðu FH-liði sem við áttum erfitt með að stoppa í dag,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA. „Við áttum erfitt með að stoppa þá þrátt fyrir að við höfum verið að spila allt í lagi sóknarleik lengi vel í dag þá náðum við aldrei takti varnarlega.“ Að öðrum ólöstuðum þá var markvarslan ekki nógu góð í liði KA í dag. „Nei, hún var ekki sérstök. Við áttum mikið upp á þar og það á svosem líka við um vörnina, okkur vantaði aðeins meira bit þar. Þetta helst oft í hendur, vörn og markvarsla.“ Hvað er það helsta sem Stefán tekur úr leiknum? „Mér fannst við spila fínan sóknarleik lengst af, FH breytti um vörn og við spiluðum nokkuð vel á móti því.“ „Við vorum að fá góð færi örugglega 90 prósent af leiknum sóknarlega, en við vitum hvernig lið við erum með og þegar við spilum ekki varnarleik þá er erfitt fyrir okkur að fá eitthvað út úr leikjunum.“Bjarni Ófeigur Valdimarsson kom til FH í sumarvísir/vilhelmBjarni Ófeigur: Ánægður með að ná stöðugleika „Mjög gott að taka svona sannfærandi sigur,“ voru fyrstu viðbrögð Bjarna Ófeigs Valdimarssonar að leik loknum. „Flottur leikur af minni hálfu og ég er ánægður með að vera að ná stöðugleika í leikinn minn.“ Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitunum svaraði Bjarni: „Hörku vörn. Við vorum að spila mjög góða vörn og erum svo agaðir í sóknarleiknum.“ FH tapaði óvænt fyrir Akureyri í síðustu umferð og sagði Bjarni það hafa hjálpað til að kveikja í liðinu fyrir þennan leik. „Munurinn er að við vorum með fullt af glórulausum töpuðum boltum í þeim leik, það spilaði inn í úrslitin. En við spiluðum mjög agað í dag, annars flottur sóknarleikur og flottur varnarleikur sem skilar sigri.“Andri Snær ber fyrirliðaband KAvísir/báraAndri: Mjög stórt kjaftshögg „Gríðarleg vonbrigði. Við vorum vægast sagt eftir á í dag, FH-ingarnir voru betri á öllum sviðum og áttu sigurinn skilið,“ sagði Andri Snær Stefánsson að leik loknum. Andri skoraði fjögur mörk fyrir FH í dag. „Við vorum langt undir pari, vörn og markvarsla engin og til þess að vinna eitthvað lið í deildinni þá verður þetta að vera til staðar. Við vorum á hælunum og áttum ekki breik.“ Andri gat ekki svarað því hvað hafi klikkað í varnarleiknum hjá KA mönnum í dag. „Mér fannst við vera mjög vel stemmdir, í síðasta leik spiluðum við á móti Val og fengum á okkur 22 mörk og varnarleikurinn frábær. Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég ekki alveg svörin.“ „Við vorum mjög tættir og áttum engin svör. Í hálfleik þá vorum við ekki einu sinni sveittir, við vorum langt á eftir og þetta er mjög svekkjandi.“ „Við þurfum að skoða þetta mjög vel því við eigum mikilvægan leik næstu helgi sem að við ætlum að vinna.“ Það er meira undir en bara stig í pokann næstu helgi, heiðurinn er að veði þegar Akureyrarliðin tvö mætast. „Við verðum að stíga upp og læra af þessu. Þetta var mjög stórt kjaftshögg en það er bara næsti leikur og við ætlum að vera klárir.“ Olís-deild karla
FH vann öruggan tíu marka sigur á KA í elleftu umferð Olísdeildar karla í Kaplakrika í dag. Sigurinn kemur FH í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði nokkuð jafn, KA-menn voru með yfirhöndina fyrst um sinn en heimamenn hirtu hana fljótt af þeim með Bjarna Ófeig Valdimarsson fremstan í flokki, hann setti sex mörk fyrir FH í fyrri hálfleiknum. Þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður fór að ganga illa hjá gestunum í sóknarleiknum og FH-ingar gengu á lagið og komu sér upp mest fimm marka forskoti. KA-menn náðu aðeins að laga stöðuna undir lokin en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-13 fyrir FH. Seinni hálfleikurinn var eign FH frá A til Ö. Sóknarleikur Akureyringanna var mjög stirður og gaf lítið á meðan vörnin og markvarslan var vart til staðar. FH gat skorað að vild og var fljótt ljóst að sigur FH var óumflýjanlegur, spurningin var aðeins hversu stór hann yrði. Þegar upp var staðið endaði leikurinn með 36-26 sigri Hafnfirðinga.Af hverju vann FH? Heimamenn voru betra liðið á vellinum í dag. Þeir mættu nær engri fyrirstöðu í sóknarleiknum og virtust þeir Bjarni Ófeigur og Ásbjörn Friðriksson bara þurfa að hugsa um það að skora og boltinn var í netinu. Hinu megin var varnarleikur FH góður og KA var í mestu vandræðum með að finna lausnir á honum.Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndir Bjarni Ófeigur og Ásbjörn fóru mikinn í sóknarleiknum hjá FH og voru mjög áberandi. Einar Rafn Eiðsson átti einnig mjög góðan leik. Hjá gestunum voru fáir sem heilluðu, það var helst Tarik Kasumovic sem hélt þeim á floti með sínum átta mörkum.Hvað gekk illa? Markvarslan hjá KA var hreint út sagt ekki nógu góð fyrir efstu deild. Jovan Kukobat varði sex bolta af 37, sem skilar 16 prósenta markvörslu. Svavar Ingi Sigmundsson kom inn í nokkrar mínútur en náði ekki að verja einn einasta bolta og var fljótt tekinn út af aftur og Kukobat fékk að klára leikinn. Það hjálpaði markvörðunum vissulega ekki að varnarleikurinn var ekki sérstakur, en samanlögð 16 prósent markvarsla skilar ekki oft, ef nokkur tímann, sigri.Hvað gerist næst? Það er Akureyrarslagur í Höllinni næsta laugardag, KA mætir á heimavöll Akureyrar handboltafélags í stórleik á laugardagskvöldi. FH fær Hauka í heimsókn í öðrum grannaslag á mánudagskvöldið eftir viku, 10. desember.Halldór Jóhann Sigfússonvísir/vilhelmHalldór: Góður, heilsteyptur leikur „Frábær tíu marka sigur. Við skorum 36 mörk og góður sigur á móti góðu KA liði,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Það er erfitt að spila á móti þeim og þeir eru búnir að eiga góða leiki upp á síðkastið svo ég er bara mjög ánægður með mitt lið.“ „Við náðum að spila góða vörn undir lokin á fyrri hálfleik og koma okkur í þægilega fjögurra, fimm marka forystu. Komum vel út úr hálfleiknum og bætum í. Við náum að halda aga og erum að spila fína vörn heilt yfir. Þá fengum við eitt og eitt hraðaupphlaup sem skiluðu okkur í þessi tíu mörk, þá var orðið erfitt fyrir þá að koma til baka.“ Sigurinn er gott veganesti inn í risaleikinn eftir rúma viku þegar Hafnfirðingar mæta í heimsókn. „Þetta er stærsti sigurinn okkar í deildinni í vetur, góður heilsteyptur leikur er eitthvað sem við þurfum að byggja á áfram.“ „Núna erum við að fara að spila á móti Haukunum sem hafa verið eitt sterkasta liðið framan af móti og svo eru ekki bara handboltaleg gæði sem spila inn í heldur eru tilfinningar í þessu líka. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel.“Stefán Rúnar Árnasonvísir/báraStefán: Spiluðum fínan sóknarleik lengst af „Við mættum hrikalega góðu FH-liði sem við áttum erfitt með að stoppa í dag,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA. „Við áttum erfitt með að stoppa þá þrátt fyrir að við höfum verið að spila allt í lagi sóknarleik lengi vel í dag þá náðum við aldrei takti varnarlega.“ Að öðrum ólöstuðum þá var markvarslan ekki nógu góð í liði KA í dag. „Nei, hún var ekki sérstök. Við áttum mikið upp á þar og það á svosem líka við um vörnina, okkur vantaði aðeins meira bit þar. Þetta helst oft í hendur, vörn og markvarsla.“ Hvað er það helsta sem Stefán tekur úr leiknum? „Mér fannst við spila fínan sóknarleik lengst af, FH breytti um vörn og við spiluðum nokkuð vel á móti því.“ „Við vorum að fá góð færi örugglega 90 prósent af leiknum sóknarlega, en við vitum hvernig lið við erum með og þegar við spilum ekki varnarleik þá er erfitt fyrir okkur að fá eitthvað út úr leikjunum.“Bjarni Ófeigur Valdimarsson kom til FH í sumarvísir/vilhelmBjarni Ófeigur: Ánægður með að ná stöðugleika „Mjög gott að taka svona sannfærandi sigur,“ voru fyrstu viðbrögð Bjarna Ófeigs Valdimarssonar að leik loknum. „Flottur leikur af minni hálfu og ég er ánægður með að vera að ná stöðugleika í leikinn minn.“ Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitunum svaraði Bjarni: „Hörku vörn. Við vorum að spila mjög góða vörn og erum svo agaðir í sóknarleiknum.“ FH tapaði óvænt fyrir Akureyri í síðustu umferð og sagði Bjarni það hafa hjálpað til að kveikja í liðinu fyrir þennan leik. „Munurinn er að við vorum með fullt af glórulausum töpuðum boltum í þeim leik, það spilaði inn í úrslitin. En við spiluðum mjög agað í dag, annars flottur sóknarleikur og flottur varnarleikur sem skilar sigri.“Andri Snær ber fyrirliðaband KAvísir/báraAndri: Mjög stórt kjaftshögg „Gríðarleg vonbrigði. Við vorum vægast sagt eftir á í dag, FH-ingarnir voru betri á öllum sviðum og áttu sigurinn skilið,“ sagði Andri Snær Stefánsson að leik loknum. Andri skoraði fjögur mörk fyrir FH í dag. „Við vorum langt undir pari, vörn og markvarsla engin og til þess að vinna eitthvað lið í deildinni þá verður þetta að vera til staðar. Við vorum á hælunum og áttum ekki breik.“ Andri gat ekki svarað því hvað hafi klikkað í varnarleiknum hjá KA mönnum í dag. „Mér fannst við vera mjög vel stemmdir, í síðasta leik spiluðum við á móti Val og fengum á okkur 22 mörk og varnarleikurinn frábær. Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég ekki alveg svörin.“ „Við vorum mjög tættir og áttum engin svör. Í hálfleik þá vorum við ekki einu sinni sveittir, við vorum langt á eftir og þetta er mjög svekkjandi.“ „Við þurfum að skoða þetta mjög vel því við eigum mikilvægan leik næstu helgi sem að við ætlum að vinna.“ Það er meira undir en bara stig í pokann næstu helgi, heiðurinn er að veði þegar Akureyrarliðin tvö mætast. „Við verðum að stíga upp og læra af þessu. Þetta var mjög stórt kjaftshögg en það er bara næsti leikur og við ætlum að vera klárir.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti