Skaðleg karlmennskurými afhjúpuð Stefán Elí Gunnarsson og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:22 Nú staldrar landinn við vegna ummæla sex þingmanna um konur og jaðarsetta þjóðfélagshópa. Kannski er tilefni til að hugsa örlítið um raunveruleg upptök þeirrar hugsunar sem býr að baki orðæðu þeirra. Fyrirbærið sem átti sér stað milli umræddra þingmanna er svolítið sem við höfum lengi átt í tilfinningalegri togstreitu við, og kannski ekki átt auðvelt með að koma í orð. Við viljum skilgreina þetta sem öruggt, skaðlegt karlmennskurými, einskonar safe-zone. Að vera meðal karlmanna sem telja sig komna á öruggan stað til að tjá með orðum hugsun sína um konur og jaðarsetta hópa, innan um aðra karlmenn. Þetta er einskonar bóla sem myndast. Mann grunar ekki að það sem fer fram í þessum rýmum geti jafnvel beinst gegn þeim konum sem þessum karlmönnum þykir vænt um, mæðrum, dætrum og systrum, enda byggja hin ljótu ummæli og orðræða á djúpstæðum og kerfislægum vanda sem er eldri en við öll. Svo gerist það sem hin öruggu rými karlmennskunnar þola svo illa; það kemst upp um þau. Fólk verður hissa, því bregður. Sumir verða sárir, aðrir vilja ekki trúa því sem á sér stað. Svo eru auðvitað ýmsir sem láta sig þetta ekki varða. Raunin er samt sú að svona rými eru til, svona lagað á sér vissulega stað og það varðar okkur öll. Skaðlegt karlmennskurými Gunnars Braga, Sigmundar Davíðs, Önnu Kolbrúnar, Bergþórs, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta, er hátterni sem þau hafa líklega oft orðið uppvís að áður, slíkt hefur bara ekki verið fest á upptöku fyrr en nú. Þau eru svo ónæm fyrir eðli eigin orðræðu að þeim dettur ekki í hug að reyna að fela hana, þeim finnst þau örugg undir hinum falska verndarhjúpi rýmisins sem þau hafa skapað. Hlýjan varð skyndilega að nístingskulda. Óformlegur fundur téðra þingmanna lýsir ekki aðeins hugsun þeirra, heldur einnig þeim samfélagslega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hann raungerist í orðræðu öryggisrýma hinnar skaðlegu karlmennsku, á fleiri stöðum en við kærum okkur um að vita af. Kerfislæg mismunun viðhelst með hátterninu fyrir vikið. Hversu líklegt er að fólk, sem níðir annað fólk á grundvelli kyns, fötlunar eða kynhneigðar, sé velviljað í garð jaðarsettra hópa þegar á reynir? Veltum því fyrir okkur í ljósi þess að umræddir þingmenn eru rétt tæplega 10% kjörinna fulltrúa á þingi. Hin öruggu rými skaðlegrar karlmennsku segja okkur sannarlega hvar við stöndum. Við áttum okkur á vandanum sem við er að etja af fullri alvöru þegar rýmið afhjúpast. Afhjúpunin er sársaukafull fyrir alla aðila, en á sama tíma er hún forsenda breytinga sem við viljum að minnsta kosti mörg hver að verði að veruleika. Lærdómurinn sem draga má af þingmannafundinum á barnum Klaustri er okkar allra. Hvernig afstöðu ætlum við sjálf að taka til kvenna og jaðarsettra minnihlutahópa? Ætlum við að standa upp og segja eitthvað þegar skaðlegt karlmennskurými skapast? Viljum við þingmenn sem sýna kvenfyrirlitningu á opinberum vettvangi, en sjá ekki ástæðu til að íhuga afsögn? Viljum við þingheim þar sem fordómar fyrir fötluðu fólki viðgangast? Viljum við þingmenn sem hæðast að samfélagi hinsegin fólks? Því að slíkt eðli hefur sannarlega og rækilega komið í ljós meðal ofangreindra fulltrúa, sama hversu einlæg afsökunarbeiðni fylgir í kjölfarið. Við þurfum að spyrja okkur þessara spurninga, enda virðist eina raunhæfa leiðin til að losna við steingervinga af þingi að kjósa sig undan þeim. Ólíklegt verður að teljast að til afsagnar íslensks þingmanns komi, óháð eðli þess usla sem hann varð valdur að. Skaðleg karlmennskurými eiga upptök sín í rótgrónu kynjakerfi. Við getum sjálf komið í veg fyrir áhrifamátt þeirra, einfaldlega með því að neita því að taka þátt í þeim - fyrirlíta þau og vera meðvituð um þau. Sýnum að svona hegðun fái ekki að viðgangast í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú staldrar landinn við vegna ummæla sex þingmanna um konur og jaðarsetta þjóðfélagshópa. Kannski er tilefni til að hugsa örlítið um raunveruleg upptök þeirrar hugsunar sem býr að baki orðæðu þeirra. Fyrirbærið sem átti sér stað milli umræddra þingmanna er svolítið sem við höfum lengi átt í tilfinningalegri togstreitu við, og kannski ekki átt auðvelt með að koma í orð. Við viljum skilgreina þetta sem öruggt, skaðlegt karlmennskurými, einskonar safe-zone. Að vera meðal karlmanna sem telja sig komna á öruggan stað til að tjá með orðum hugsun sína um konur og jaðarsetta hópa, innan um aðra karlmenn. Þetta er einskonar bóla sem myndast. Mann grunar ekki að það sem fer fram í þessum rýmum geti jafnvel beinst gegn þeim konum sem þessum karlmönnum þykir vænt um, mæðrum, dætrum og systrum, enda byggja hin ljótu ummæli og orðræða á djúpstæðum og kerfislægum vanda sem er eldri en við öll. Svo gerist það sem hin öruggu rými karlmennskunnar þola svo illa; það kemst upp um þau. Fólk verður hissa, því bregður. Sumir verða sárir, aðrir vilja ekki trúa því sem á sér stað. Svo eru auðvitað ýmsir sem láta sig þetta ekki varða. Raunin er samt sú að svona rými eru til, svona lagað á sér vissulega stað og það varðar okkur öll. Skaðlegt karlmennskurými Gunnars Braga, Sigmundar Davíðs, Önnu Kolbrúnar, Bergþórs, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta, er hátterni sem þau hafa líklega oft orðið uppvís að áður, slíkt hefur bara ekki verið fest á upptöku fyrr en nú. Þau eru svo ónæm fyrir eðli eigin orðræðu að þeim dettur ekki í hug að reyna að fela hana, þeim finnst þau örugg undir hinum falska verndarhjúpi rýmisins sem þau hafa skapað. Hlýjan varð skyndilega að nístingskulda. Óformlegur fundur téðra þingmanna lýsir ekki aðeins hugsun þeirra, heldur einnig þeim samfélagslega vanda sem við stöndum frammi fyrir. Hann raungerist í orðræðu öryggisrýma hinnar skaðlegu karlmennsku, á fleiri stöðum en við kærum okkur um að vita af. Kerfislæg mismunun viðhelst með hátterninu fyrir vikið. Hversu líklegt er að fólk, sem níðir annað fólk á grundvelli kyns, fötlunar eða kynhneigðar, sé velviljað í garð jaðarsettra hópa þegar á reynir? Veltum því fyrir okkur í ljósi þess að umræddir þingmenn eru rétt tæplega 10% kjörinna fulltrúa á þingi. Hin öruggu rými skaðlegrar karlmennsku segja okkur sannarlega hvar við stöndum. Við áttum okkur á vandanum sem við er að etja af fullri alvöru þegar rýmið afhjúpast. Afhjúpunin er sársaukafull fyrir alla aðila, en á sama tíma er hún forsenda breytinga sem við viljum að minnsta kosti mörg hver að verði að veruleika. Lærdómurinn sem draga má af þingmannafundinum á barnum Klaustri er okkar allra. Hvernig afstöðu ætlum við sjálf að taka til kvenna og jaðarsettra minnihlutahópa? Ætlum við að standa upp og segja eitthvað þegar skaðlegt karlmennskurými skapast? Viljum við þingmenn sem sýna kvenfyrirlitningu á opinberum vettvangi, en sjá ekki ástæðu til að íhuga afsögn? Viljum við þingheim þar sem fordómar fyrir fötluðu fólki viðgangast? Viljum við þingmenn sem hæðast að samfélagi hinsegin fólks? Því að slíkt eðli hefur sannarlega og rækilega komið í ljós meðal ofangreindra fulltrúa, sama hversu einlæg afsökunarbeiðni fylgir í kjölfarið. Við þurfum að spyrja okkur þessara spurninga, enda virðist eina raunhæfa leiðin til að losna við steingervinga af þingi að kjósa sig undan þeim. Ólíklegt verður að teljast að til afsagnar íslensks þingmanns komi, óháð eðli þess usla sem hann varð valdur að. Skaðleg karlmennskurými eiga upptök sín í rótgrónu kynjakerfi. Við getum sjálf komið í veg fyrir áhrifamátt þeirra, einfaldlega með því að neita því að taka þátt í þeim - fyrirlíta þau og vera meðvituð um þau. Sýnum að svona hegðun fái ekki að viðgangast í dag.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun