Rándýr lexía Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu?
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar