Há fjárhæð í boði fyrir upplýsingar um 30 ára hatursglæp þar sem manni var þröngvað fram af klettum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 23:15 Klettabelti áþekkt því þar sem Scott Johnson hrapaði til bana árið 1988. Vísir/Getty Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira