Há fjárhæð í boði fyrir upplýsingar um 30 ára hatursglæp þar sem manni var þröngvað fram af klettum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 23:15 Klettabelti áþekkt því þar sem Scott Johnson hrapaði til bana árið 1988. Vísir/Getty Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sjá meira
Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sjá meira