Bílastæði sem merkt voru sem einkastæði í hálfa öld eign borgarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 18:37 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. vísir/hanna Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Eigendur íbúðarhúsnæðis við Bergstaðastræti í Reykjavík hafa tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna bílastæða við húsið. Bílastæðin höfðu verið merkt sem einkastæði í um hálfa öld en eru samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms í eigu borgarinnar. Vildu eigendurnir meina að bílastæðin tilheyrðu húsinu og gerðu þau kröfum að landspildan sem bílastæðin standa á væru eign þeirra. Til vara varð gerð krafa um að eigendurnir ættu afnotarétt af bílastæðunum í ljósi hefðar, þar sem skiltum þar sem á stóð að stæðin væru einkastæði hefðu verið sett upp árið 1966 og staðið athugasemdalaust til 2017, er borgin lét taka þau niður. Þá töldu eigendurnir einnig að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins, jafnvel þó að borgin hafi borið kostnað af þeim. Vildu þau einnig meina að landspildan sem bílastæðin standa á hafi alltaf verið hluti lóðar húsnæðisins. Þessu mótmælti Reykjavíkurborg og sagði engin gögn finnast um að stæðin hafi verið gerð fyrir eigendur hússins. Þá vísaði borgin einnig til þess að starfsmönnum hennar hafi ekki verið kunnugt um skiltin fyrr en um árið 2008. Bílastæðin séu á svæði sem sé utan gjaldskyldu og því ekki sérstakt eftirlit með þeim. Eftir að borginni varð hins vegar kunnugt um tilvist merkinganna voru þær fjarlægðar, enda hafi þær aldrei verið settar upp með samþykki borgarinnar.Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum eiganda hússins en í dóminum kemur meðal annars fram að það þurfi meira til en að setja upp skilti sem á stendur einkastæði til þess að hægt sé að krefjast hefðarhalds á almannarými. Flokkast bílastæðin því til eignar Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira