Nýjung boðar byltingu í greiningu krabbameina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Tölvuteiknuð mynd af illkynja frumu í hvítblæði. Nordicphotos/Getty Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“ Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Vísindamenn við deild hins ástralska Queensland-háskóla í lífefnaverkfræði og nanótækni kynntu í vikunni byltingarkennda tækni sem sögð er opna dyrnar fyrir skjóta og ódýra frumgreiningu á nær öllum gerðum krabbameins sem aðeins krefst blóð- eða vefjasýnis. Prófið sem vísindamennirnir þróuðu, og kynntu í vísindaritinu Nature Communications, fer fram með því að bæta lífsýni í vökva sem skiptir um lit þegar og ef krabbameinsfrumur eru til staðar. Þær niðurstöður sem kynntar voru í vikunni byggja á prófunum með 200 mismunandi krabbameinsfrumur og heilbrigðar frumur. Vísindamennirnir telja að prófið virki fyrir 90 prósent allra krabbameina. Aðferðin byggir á því að greina dreifingu svokallaðra metýlhópa – sem stýra því hvaða gen eru virk og hvaða gen eru bæld – í erfðaefni frumna. Í heilbrigðum frumum dreifast þessir hópar með jöfnum hætti um DNA en í krabbameinsfrumum safnast þeir saman á tilteknum stöðum. Með þessa vitneskju gátu vísindamennirnir þróað próf sem leitar að þessu óeðlilega mynstri metýlhópa. „Nær allar gerðir krabbameinsfrumna sem við rannsökuðum innihéldu þetta óeðlilega mynstur,“ segir Matt Trau, prófessor við Queensland-háskóla. „Þetta virðist vera einkennandi fyrir krabbamein, og það er mögnuð uppgötvun.“ Afrakstur þessarar vinnu er próf þar sem lífsýni er blandað við vatn sem inniheldur agnarsmáar gullagnir sem breyta um lit ef erfðaefni krabbameinsfrumna er til staðar. „Það þarf ekki meira en einn blóðdropa til að framkalla þessi áhrif. Maður getur séð þetta gerast með berum augum. Þetta er svo einfalt,“ segir Trau. Vísindamennirnir ítreka að tæknin sé á þróunarstigi og huga þurfi að því að bæta greiningarferlið með tilliti til falskra niðurstaðna. „Þessi uppgötvun gæti breytt miklu fyrir nærrannsóknir á krabbameini,“ segir Abuy Sina, rannsakandi hjá Queensland-háskóla. „Aðferðin er ekki fullkomin á þessum tímapunkti, en þetta er heillavænlegur upphafspunktur.“ Trau tekur í sama streng. „Við erum langt frá því að fullyrða um það hvort þetta sé hið heilaga gral krabbameinsgreininga, en þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að hér höfum við algilt lífmerki fyrir krabbamein.“
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Eyjaálfa Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira