Listin að missa bolta Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. desember 2018 09:00 Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi gekk ég um heimili mitt og gerði úttekt á ástandinu. Á eldhúsborðinu súrnaði mjólk í morgunverðarskálum; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem ógnaði nærliggjandi vistarverum; barnaherbergið var hamfarasvæði þar sem aurskriða af dóti hafði stráfellt heilt Barbie-dúkkuþorp; þótt aðeins örfáar vikur væru til jóla voru engar gjafir komnar í hús, engar sortir bakaðar, engir skápar sótthreinsaðir. Hvert plan dagsins yrði lá í augum uppi: Ég og Netflix, uppi í sófa – kannski smá Facebook á símanum – á meðan tveggja ára sonurinn tæki lúr og fimm ára dóttirin léki sér með iPaddinn. Facebook kippti mér hins vegar óþyrmilega aftur í land hinna fullorðnu. Á Facebook sá ég mynd af fallega skreyttu jólatré. Við tréð stóð skælbrosandi stúlka sem hélt á diski fullum af piparkökum. Þetta var dóttir vinkonu minnar og bekkjarsystir dóttur minnar. Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í þessu. Ég lagði frá mér sjónvarpsfjarstýringuna, setti Facebook í vasann, stóð upp úr sófanum og hrópaði: „Allir í föt. Við erum að fara út að kaupa jólatré.“ Dóttirin sperrtist við. „En þú sagðir að ég mætti leika með iPaddinn.“ „Ekki núna. Við ætlum að eiga huggulega fjölskyldustund hvort sem ykkur líkar betur eða verr.“ Gervigráturinn ómaði eins og hljóðútgáfan af pólýester. „En þú sagðir ...“ „Hættu þessu væli. Þetta verður frábært. Ég sá það á Facebook.“ Við höfðum aldrei verið með jólatré áður hér í London og fundum loks hverfisverslun sem seldi jólaskraut. Um leið og við stigum yfir þröskuldinn greip hringrás lífsins í taumana. „Ég þarf að kúka,“ sagði dóttirin. Eftir leiðangur á illa lyktandi almenningsklósett snerum við aftur í búðina. „Bolti,“ hrópaði tveggja ára sonur minn, teygði sig eftir jólakúlu og gerði sig líklegan til að dúndra henni í systur sína. „Nei!“ hrópaði ég og hrifsaði af honum kúluna. „Komum í eltingaleik,“ sagði dóttirin og tók á sprett. Sonurinn renndi fingrunum eftir kúlum sem héngu í glampandi röðum á veggjunum og þaut á eftir henni. „Stopp!“ Glóandi rauðar kúlur féllu til jarðar eins og brennandi snjókorn í helvíti – sjálfsköpuðu helvíti. Ég skreið um gólfið, týndi upp kúlurnar sem skoppuðu um öll gólf og reyndi að brosa framan í afgreiðslukonuna er ég framreiddi heimabakaða afsökun – það eina sem ég mun baka um jólin – syninum til handa: „Hann er ekki búinn að taka lúrinn sinn, greyið.“ Draumurinn um stílhreint tré í skandinavískum stíl fór fyrir lítið þegar ég henti í óðagoti ósamstæðum jólakúlum í körfu, borgaði og smalaði óstýrilátri hersingunni út. Við náðum í blómabúðina rétt fyrir lokun. „Trén eru búin í dag. Það koma fleiri á morgun.“ Mér féllust hendur. Þetta líktist ekkert því sem ég sá á Facebook. Á mánudagsmorgun hitti ég vinkonu mína og dóttur hennar á skólalóðinni. „Ég sá að þið áttuð huggulega helgi.“ Vinkonan ranghvolfdi augunum. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyrir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“Besta jólagjöfin Samtíminn er háður annríki. Annríki er keppni, annríki er mælikvarði á mikilvægi okkar, annríki er tilgangur okkar á þessari jörðu. Við berum annríki okkar með stolti eins og fálkaorðu í barmi. En annríki er líka plága, annríki er smitandi, annríki er faraldur. Genginn er í garð sá árstími er annríkið nær hámarki. Þegar rétt rúmar tvær vikur eru til jóla er gott að rifja upp listina að missa bolta. Að horfast í augu við staðreyndir er undarlega valdeflandi: Við getum ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafnvel mörgu? Besta jólagjöfin sem við getum gefið sjálfum okkur er að missa nokkra af þeim fjölmörgu boltum – eða jólakúlum í ljósi árstímans – sem við berjumst við að halda á lofti. Eins og sonur minn sannaði þegar hann sneri jólabúð hverfisins á hvolf eru afleiðingarnar engar – ekki ein einasta kúla brotnaði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun