Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 19:45 Landsréttur féllst ekki á að konan hefði ráðist á fólkið í nauðvörn. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér
Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15