Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Heimsljós kynnir 7. desember 2018 15:00 Á fimm árum hafa 60 þúsund nemendur við 145 skóla í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi. Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi. Frá 2014 hefur Ísland fjármagnað að stórum hluta vatns- og salernisverkefni í Mósambík en verkefninu er stýrt af UNICEF í samstarfi við yfirvöld í Sambesíu-fylki. Verkefni af þessu tagi eru afar mikilvægt heilbrigðismál en á hverju ári deyja um 37 þúsund manns í Mósambík vegna skorts á hreinu vatni og lélegri eða engri salernisaðstöðu. Sambesía er fátækasta fylkið í Mósambík en þar búa tæpar fimm milljónir manna. Einungis þriðjungur íbúa fylkisins hefur aðgang að hreinu vatni og tæp 90 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Nær helmingur barna í Sambesíu eru með mikla vaxtarskerðingu vegna vannæringar og skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þörfin er því mikil í Mósambík og Sambesíu sérstaklega. Í nýlegri eftirlitsferð utanríkisráðuneytisins um fylkið var tekið á móti starfsmönnum með söng og dansi. Með stuðningi Íslands verða meðal annars reistir nokkrir vatnspóstar í Pebane-héraði. Það þýðir að börn og konur, sem oftar en ekki sjá um vatnsöflun, þurfa ekki lengur að ganga tvo til þrjá kílómetra á hverjum degi til að sækja vatn í mengaða á. Það hefur afar jákvæð áhrif á heilsu allra í þorpinu, ekki síst barnanna. Íslandi var því þakkað kærlega fyrir vatnið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent
Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi. Frá 2014 hefur Ísland fjármagnað að stórum hluta vatns- og salernisverkefni í Mósambík en verkefninu er stýrt af UNICEF í samstarfi við yfirvöld í Sambesíu-fylki. Verkefni af þessu tagi eru afar mikilvægt heilbrigðismál en á hverju ári deyja um 37 þúsund manns í Mósambík vegna skorts á hreinu vatni og lélegri eða engri salernisaðstöðu. Sambesía er fátækasta fylkið í Mósambík en þar búa tæpar fimm milljónir manna. Einungis þriðjungur íbúa fylkisins hefur aðgang að hreinu vatni og tæp 90 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Nær helmingur barna í Sambesíu eru með mikla vaxtarskerðingu vegna vannæringar og skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þörfin er því mikil í Mósambík og Sambesíu sérstaklega. Í nýlegri eftirlitsferð utanríkisráðuneytisins um fylkið var tekið á móti starfsmönnum með söng og dansi. Með stuðningi Íslands verða meðal annars reistir nokkrir vatnspóstar í Pebane-héraði. Það þýðir að börn og konur, sem oftar en ekki sjá um vatnsöflun, þurfa ekki lengur að ganga tvo til þrjá kílómetra á hverjum degi til að sækja vatn í mengaða á. Það hefur afar jákvæð áhrif á heilsu allra í þorpinu, ekki síst barnanna. Íslandi var því þakkað kærlega fyrir vatnið.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent