Árssamantekt YouTube fellur í grýttan jarðveg Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 10:51 Youtube gaf út árssamantekt sína ígær. YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube. Fréttir ársins 2018 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube.
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira