Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd Hjörvar Ólafsson skrifar 6. desember 2018 09:00 Jón Axel Guðmundsson er hér lengst til vinstri til varnar í leik með liði Davidson-háskólans. vísir/Getty Þegar stigahæsti leikmaður körfuboltaliðs Davidson-háskólans á síðustu leiktíð yfirgaf liðið í sumar áttaði Jón Axel Guðmundsson sig á því að hann gæti hrifsað til sín stærra hlutverk í liðinu hvað stigaskor varðar. Jón Axel varð fyrsti íslenski karlmaðurinn til þess að komast í úrslitakeppni háskólakörfuboltans og taka þátt í marsfárinu svokallaða fyrr á þessu ári. Davidson féll úr leik í 64 liða úrslitum keppninnar. Hann fékk svo viðurkenningu hjá skólanum sínum fyrir að vera sá leikmaður sem sýndi mestar framfarir með liðinu síðasta vor. Jón Axel er núna á sínu þriðja ári hjá Davidson, en á síðustu leiktíð lék hann að meðaltali 35,8 mínútur í leik og skilaði 13,2 stigum, sex fráköstum og 5,1 stoðsendingu ásamt því að stela 1,3 boltum að meðaltali í leik en hann bætti sig á öllum sviðum frá fyrsta tímabilinu. Tröppugangurinn hefur haldið áfram hjá honum og eins og staðan er núna er hann efstur í öllum tölfræðiþáttum hjá liðinu. Hann hefur skorað 19,4 stig að meðaltali í leik, tekið 6,3 fráköst og gefið 4,8 stoðsendingar. Þá hefur hann þar að auki stolið boltanum næstoftast af leikmönnum liðsins á leiktíðinni. Jón Axel segir að þessar tölur og bæting hans séu afrakstur þrotlausrar vinnu í sumar. „Þegar ég vissi að við værum að missa okkar stigahæsta leikmann frá síðasta vetri þá var ég staðráðinn í að stækka hlutverk mitt í liðinu þegar kemur að því að setja stig á töfluna. Ég vissi að það yrði meðal annars leitað til mín til þess að fylla skarðið sem hann myndi skilja eftir sig í stigaskoruninni. Þjálfarinn ræddi svo sem ekkert beint við mig um það hvernig það ætti að vera, en ég fékk skilaboð um að hlutverk mitt gæti stækkað umtalsvert ef ég myndi vinna vel í mínum málum,“ segir Jón Axel í samtali við Fréttablaðið. „Ég komst í samband við þjálfara sem sá um Stephen Curry á sínum tíma og ég komst í einkaþjálfun hjá honum. Hann sér um einkaþjálfun í körfuboltatengdum æfingum og er afar fær á því sviði. Hann spurði mig hvaða þætti ég vildi bæta í mínum leik og ég nefndi boltatækni, millilöng skot og að klára færin upp við hringinn. Það er meira en að segja það að klára færin í kringum þá hávöxnu leikmenn sem spila í þessari deild og ég vildi bæta mig í því,“ sagði hann um æfingarnar í sumar. „Þessi þjálfari opnaði nýjar víddir fyrir mér og ég var að framkvæma æfingar sem ég hafði aldrei gert áður. Það var bæði ofboðslega gaman að æfa undir hans handleiðslu og ekki síður góð tilfinning að finna fyrir því að æfingarnar séu að skila sér í betri frammistöðu inni á vellinum í leikjum. Mér finnst ég vera öruggari með boltann, öflugri upp við hringinn og skotnýtingin er betri en í fyrra,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi enn fremur um kynni sín af þjálfaranum. Davidson-liðið hefur farið vel af stað í Atlantic 10-deildinni í háskólakörfuboltanum vestanhafs, en liðið hefur haft betur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og alls átta af fyrstu níu leikjunum. „Við erum með nokkuð breytt lið frá því í fyrra og nokkuð marga unga leikmenn sem eru að leika stórt hlutverk í fyrsta skipti. Mér finnst liðið betra en í fyrra og ég tel okkur hafa alla burði til þess að vinna okkar deild og fara svo lengra en við gerðum í mars á síðasta ári. Það er allavega mín tilfinning. Við erum hins vegar meðvitaðir um að það er margt sem við getum bætt í okkar leik þrátt fyrir að úrslitin hafi verið hagstæð,“ segir Grindvíkingurinn um framhaldið. Körfubolti Tengdar fréttir Jón Axel fer á kostum og er efstur í öllu í efsta liðinu Jón Axel Guðmundsson er besti leikmaður besta liðsins í A 10-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. 5. desember 2018 13:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Þegar stigahæsti leikmaður körfuboltaliðs Davidson-háskólans á síðustu leiktíð yfirgaf liðið í sumar áttaði Jón Axel Guðmundsson sig á því að hann gæti hrifsað til sín stærra hlutverk í liðinu hvað stigaskor varðar. Jón Axel varð fyrsti íslenski karlmaðurinn til þess að komast í úrslitakeppni háskólakörfuboltans og taka þátt í marsfárinu svokallaða fyrr á þessu ári. Davidson féll úr leik í 64 liða úrslitum keppninnar. Hann fékk svo viðurkenningu hjá skólanum sínum fyrir að vera sá leikmaður sem sýndi mestar framfarir með liðinu síðasta vor. Jón Axel er núna á sínu þriðja ári hjá Davidson, en á síðustu leiktíð lék hann að meðaltali 35,8 mínútur í leik og skilaði 13,2 stigum, sex fráköstum og 5,1 stoðsendingu ásamt því að stela 1,3 boltum að meðaltali í leik en hann bætti sig á öllum sviðum frá fyrsta tímabilinu. Tröppugangurinn hefur haldið áfram hjá honum og eins og staðan er núna er hann efstur í öllum tölfræðiþáttum hjá liðinu. Hann hefur skorað 19,4 stig að meðaltali í leik, tekið 6,3 fráköst og gefið 4,8 stoðsendingar. Þá hefur hann þar að auki stolið boltanum næstoftast af leikmönnum liðsins á leiktíðinni. Jón Axel segir að þessar tölur og bæting hans séu afrakstur þrotlausrar vinnu í sumar. „Þegar ég vissi að við værum að missa okkar stigahæsta leikmann frá síðasta vetri þá var ég staðráðinn í að stækka hlutverk mitt í liðinu þegar kemur að því að setja stig á töfluna. Ég vissi að það yrði meðal annars leitað til mín til þess að fylla skarðið sem hann myndi skilja eftir sig í stigaskoruninni. Þjálfarinn ræddi svo sem ekkert beint við mig um það hvernig það ætti að vera, en ég fékk skilaboð um að hlutverk mitt gæti stækkað umtalsvert ef ég myndi vinna vel í mínum málum,“ segir Jón Axel í samtali við Fréttablaðið. „Ég komst í samband við þjálfara sem sá um Stephen Curry á sínum tíma og ég komst í einkaþjálfun hjá honum. Hann sér um einkaþjálfun í körfuboltatengdum æfingum og er afar fær á því sviði. Hann spurði mig hvaða þætti ég vildi bæta í mínum leik og ég nefndi boltatækni, millilöng skot og að klára færin upp við hringinn. Það er meira en að segja það að klára færin í kringum þá hávöxnu leikmenn sem spila í þessari deild og ég vildi bæta mig í því,“ sagði hann um æfingarnar í sumar. „Þessi þjálfari opnaði nýjar víddir fyrir mér og ég var að framkvæma æfingar sem ég hafði aldrei gert áður. Það var bæði ofboðslega gaman að æfa undir hans handleiðslu og ekki síður góð tilfinning að finna fyrir því að æfingarnar séu að skila sér í betri frammistöðu inni á vellinum í leikjum. Mér finnst ég vera öruggari með boltann, öflugri upp við hringinn og skotnýtingin er betri en í fyrra,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi enn fremur um kynni sín af þjálfaranum. Davidson-liðið hefur farið vel af stað í Atlantic 10-deildinni í háskólakörfuboltanum vestanhafs, en liðið hefur haft betur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og alls átta af fyrstu níu leikjunum. „Við erum með nokkuð breytt lið frá því í fyrra og nokkuð marga unga leikmenn sem eru að leika stórt hlutverk í fyrsta skipti. Mér finnst liðið betra en í fyrra og ég tel okkur hafa alla burði til þess að vinna okkar deild og fara svo lengra en við gerðum í mars á síðasta ári. Það er allavega mín tilfinning. Við erum hins vegar meðvitaðir um að það er margt sem við getum bætt í okkar leik þrátt fyrir að úrslitin hafi verið hagstæð,“ segir Grindvíkingurinn um framhaldið.
Körfubolti Tengdar fréttir Jón Axel fer á kostum og er efstur í öllu í efsta liðinu Jón Axel Guðmundsson er besti leikmaður besta liðsins í A 10-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. 5. desember 2018 13:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Jón Axel fer á kostum og er efstur í öllu í efsta liðinu Jón Axel Guðmundsson er besti leikmaður besta liðsins í A 10-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. 5. desember 2018 13:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum