Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd Hjörvar Ólafsson skrifar 6. desember 2018 09:00 Jón Axel Guðmundsson er hér lengst til vinstri til varnar í leik með liði Davidson-háskólans. vísir/Getty Þegar stigahæsti leikmaður körfuboltaliðs Davidson-háskólans á síðustu leiktíð yfirgaf liðið í sumar áttaði Jón Axel Guðmundsson sig á því að hann gæti hrifsað til sín stærra hlutverk í liðinu hvað stigaskor varðar. Jón Axel varð fyrsti íslenski karlmaðurinn til þess að komast í úrslitakeppni háskólakörfuboltans og taka þátt í marsfárinu svokallaða fyrr á þessu ári. Davidson féll úr leik í 64 liða úrslitum keppninnar. Hann fékk svo viðurkenningu hjá skólanum sínum fyrir að vera sá leikmaður sem sýndi mestar framfarir með liðinu síðasta vor. Jón Axel er núna á sínu þriðja ári hjá Davidson, en á síðustu leiktíð lék hann að meðaltali 35,8 mínútur í leik og skilaði 13,2 stigum, sex fráköstum og 5,1 stoðsendingu ásamt því að stela 1,3 boltum að meðaltali í leik en hann bætti sig á öllum sviðum frá fyrsta tímabilinu. Tröppugangurinn hefur haldið áfram hjá honum og eins og staðan er núna er hann efstur í öllum tölfræðiþáttum hjá liðinu. Hann hefur skorað 19,4 stig að meðaltali í leik, tekið 6,3 fráköst og gefið 4,8 stoðsendingar. Þá hefur hann þar að auki stolið boltanum næstoftast af leikmönnum liðsins á leiktíðinni. Jón Axel segir að þessar tölur og bæting hans séu afrakstur þrotlausrar vinnu í sumar. „Þegar ég vissi að við værum að missa okkar stigahæsta leikmann frá síðasta vetri þá var ég staðráðinn í að stækka hlutverk mitt í liðinu þegar kemur að því að setja stig á töfluna. Ég vissi að það yrði meðal annars leitað til mín til þess að fylla skarðið sem hann myndi skilja eftir sig í stigaskoruninni. Þjálfarinn ræddi svo sem ekkert beint við mig um það hvernig það ætti að vera, en ég fékk skilaboð um að hlutverk mitt gæti stækkað umtalsvert ef ég myndi vinna vel í mínum málum,“ segir Jón Axel í samtali við Fréttablaðið. „Ég komst í samband við þjálfara sem sá um Stephen Curry á sínum tíma og ég komst í einkaþjálfun hjá honum. Hann sér um einkaþjálfun í körfuboltatengdum æfingum og er afar fær á því sviði. Hann spurði mig hvaða þætti ég vildi bæta í mínum leik og ég nefndi boltatækni, millilöng skot og að klára færin upp við hringinn. Það er meira en að segja það að klára færin í kringum þá hávöxnu leikmenn sem spila í þessari deild og ég vildi bæta mig í því,“ sagði hann um æfingarnar í sumar. „Þessi þjálfari opnaði nýjar víddir fyrir mér og ég var að framkvæma æfingar sem ég hafði aldrei gert áður. Það var bæði ofboðslega gaman að æfa undir hans handleiðslu og ekki síður góð tilfinning að finna fyrir því að æfingarnar séu að skila sér í betri frammistöðu inni á vellinum í leikjum. Mér finnst ég vera öruggari með boltann, öflugri upp við hringinn og skotnýtingin er betri en í fyrra,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi enn fremur um kynni sín af þjálfaranum. Davidson-liðið hefur farið vel af stað í Atlantic 10-deildinni í háskólakörfuboltanum vestanhafs, en liðið hefur haft betur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og alls átta af fyrstu níu leikjunum. „Við erum með nokkuð breytt lið frá því í fyrra og nokkuð marga unga leikmenn sem eru að leika stórt hlutverk í fyrsta skipti. Mér finnst liðið betra en í fyrra og ég tel okkur hafa alla burði til þess að vinna okkar deild og fara svo lengra en við gerðum í mars á síðasta ári. Það er allavega mín tilfinning. Við erum hins vegar meðvitaðir um að það er margt sem við getum bætt í okkar leik þrátt fyrir að úrslitin hafi verið hagstæð,“ segir Grindvíkingurinn um framhaldið. Körfubolti Tengdar fréttir Jón Axel fer á kostum og er efstur í öllu í efsta liðinu Jón Axel Guðmundsson er besti leikmaður besta liðsins í A 10-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. 5. desember 2018 13:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þegar stigahæsti leikmaður körfuboltaliðs Davidson-háskólans á síðustu leiktíð yfirgaf liðið í sumar áttaði Jón Axel Guðmundsson sig á því að hann gæti hrifsað til sín stærra hlutverk í liðinu hvað stigaskor varðar. Jón Axel varð fyrsti íslenski karlmaðurinn til þess að komast í úrslitakeppni háskólakörfuboltans og taka þátt í marsfárinu svokallaða fyrr á þessu ári. Davidson féll úr leik í 64 liða úrslitum keppninnar. Hann fékk svo viðurkenningu hjá skólanum sínum fyrir að vera sá leikmaður sem sýndi mestar framfarir með liðinu síðasta vor. Jón Axel er núna á sínu þriðja ári hjá Davidson, en á síðustu leiktíð lék hann að meðaltali 35,8 mínútur í leik og skilaði 13,2 stigum, sex fráköstum og 5,1 stoðsendingu ásamt því að stela 1,3 boltum að meðaltali í leik en hann bætti sig á öllum sviðum frá fyrsta tímabilinu. Tröppugangurinn hefur haldið áfram hjá honum og eins og staðan er núna er hann efstur í öllum tölfræðiþáttum hjá liðinu. Hann hefur skorað 19,4 stig að meðaltali í leik, tekið 6,3 fráköst og gefið 4,8 stoðsendingar. Þá hefur hann þar að auki stolið boltanum næstoftast af leikmönnum liðsins á leiktíðinni. Jón Axel segir að þessar tölur og bæting hans séu afrakstur þrotlausrar vinnu í sumar. „Þegar ég vissi að við værum að missa okkar stigahæsta leikmann frá síðasta vetri þá var ég staðráðinn í að stækka hlutverk mitt í liðinu þegar kemur að því að setja stig á töfluna. Ég vissi að það yrði meðal annars leitað til mín til þess að fylla skarðið sem hann myndi skilja eftir sig í stigaskoruninni. Þjálfarinn ræddi svo sem ekkert beint við mig um það hvernig það ætti að vera, en ég fékk skilaboð um að hlutverk mitt gæti stækkað umtalsvert ef ég myndi vinna vel í mínum málum,“ segir Jón Axel í samtali við Fréttablaðið. „Ég komst í samband við þjálfara sem sá um Stephen Curry á sínum tíma og ég komst í einkaþjálfun hjá honum. Hann sér um einkaþjálfun í körfuboltatengdum æfingum og er afar fær á því sviði. Hann spurði mig hvaða þætti ég vildi bæta í mínum leik og ég nefndi boltatækni, millilöng skot og að klára færin upp við hringinn. Það er meira en að segja það að klára færin í kringum þá hávöxnu leikmenn sem spila í þessari deild og ég vildi bæta mig í því,“ sagði hann um æfingarnar í sumar. „Þessi þjálfari opnaði nýjar víddir fyrir mér og ég var að framkvæma æfingar sem ég hafði aldrei gert áður. Það var bæði ofboðslega gaman að æfa undir hans handleiðslu og ekki síður góð tilfinning að finna fyrir því að æfingarnar séu að skila sér í betri frammistöðu inni á vellinum í leikjum. Mér finnst ég vera öruggari með boltann, öflugri upp við hringinn og skotnýtingin er betri en í fyrra,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi enn fremur um kynni sín af þjálfaranum. Davidson-liðið hefur farið vel af stað í Atlantic 10-deildinni í háskólakörfuboltanum vestanhafs, en liðið hefur haft betur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og alls átta af fyrstu níu leikjunum. „Við erum með nokkuð breytt lið frá því í fyrra og nokkuð marga unga leikmenn sem eru að leika stórt hlutverk í fyrsta skipti. Mér finnst liðið betra en í fyrra og ég tel okkur hafa alla burði til þess að vinna okkar deild og fara svo lengra en við gerðum í mars á síðasta ári. Það er allavega mín tilfinning. Við erum hins vegar meðvitaðir um að það er margt sem við getum bætt í okkar leik þrátt fyrir að úrslitin hafi verið hagstæð,“ segir Grindvíkingurinn um framhaldið.
Körfubolti Tengdar fréttir Jón Axel fer á kostum og er efstur í öllu í efsta liðinu Jón Axel Guðmundsson er besti leikmaður besta liðsins í A 10-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. 5. desember 2018 13:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Jón Axel fer á kostum og er efstur í öllu í efsta liðinu Jón Axel Guðmundsson er besti leikmaður besta liðsins í A 10-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. 5. desember 2018 13:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum