Kostnaðaráætlanir Vegagerðarinnar standast nokkuð vel Bergþóra Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í opinberum framkvæmdum. Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda. Vegagerðin sér um framkvæmdir á þjóðvegakerfi landsins fyrir milljarðatugi ár hvert og hefur gert um áratuga skeið. Auk þess sinnir siglingasviðið verkefnum er snúa að höfnum og vitum landsins. Miklu máli skiptir því hvernig til tekst bæði hvað varðar gæði framkvæmdanna en ekki síður varðandi þá hlið sem snýr að nýtingu fjármagns. Við skoðun á vegagerðarverkefnum sem eru stærri en 500 m.kr. síðustu 10 ár kemur í ljós að heildarkostnaður verka í venjulegri vegagerð víkur að meðaltali um 7% frá þeirri kostnaðaráætlun sem notuð var við útboð verkanna þegar allar tölur eru reiknaðar upp til sama verðlags. Í tilviki jarðganga er frávikið heldur hærra eða tæp 9%. Raunkostnaður í einstökum verkum getur verið allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Sjá má nánar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma. Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar, svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.Óvissan snýr oft að jarðfræðinni Óvissan sem tekist er á við í vega- og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Við vegagerð snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum. Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi. Eins og að framan greinir eru vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks. Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið. Vegagerðin telur sig geta vel við unað þótt alltaf megi gera betur. Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær.Höfundur er forstjóri Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um framúrkeyrslu kostnaðar í opinberum framkvæmdum. Eðli málsins samkvæmt kemur það illa við bæði stjórnvöld og almenning þegar fyrirsjáanleiki virðist ekki vera til staðar við kostnaðaráætlanir stórra og fjárfrekra framkvæmda. Vegagerðin sér um framkvæmdir á þjóðvegakerfi landsins fyrir milljarðatugi ár hvert og hefur gert um áratuga skeið. Auk þess sinnir siglingasviðið verkefnum er snúa að höfnum og vitum landsins. Miklu máli skiptir því hvernig til tekst bæði hvað varðar gæði framkvæmdanna en ekki síður varðandi þá hlið sem snýr að nýtingu fjármagns. Við skoðun á vegagerðarverkefnum sem eru stærri en 500 m.kr. síðustu 10 ár kemur í ljós að heildarkostnaður verka í venjulegri vegagerð víkur að meðaltali um 7% frá þeirri kostnaðaráætlun sem notuð var við útboð verkanna þegar allar tölur eru reiknaðar upp til sama verðlags. Í tilviki jarðganga er frávikið heldur hærra eða tæp 9%. Raunkostnaður í einstökum verkum getur verið allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Sjá má nánar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegagerðin leggur mikið upp úr vönduðum og raunhæfum kostnaðaráætlunum og lítur á þær sem mikilvægt tæki við mat á verkefnum og forgangsröðun þeirra. Vandaðar áætlanir byggja á öguðum vinnubrögðum starfsmanna og verktaka sem að verkunum koma. Áætlanir eru gjarnan unnar í nokkrum skrefum eftir því hvar verkhugmyndir eru staddar og hversu miklu menn vilja kosta til. Áður en verk eru boðin út liggur síðan fyrir lokaúrvinnsla áætlanagerðar, svokölluð verkhönnun þar sem búið er að taka tillit til sem flestra þátta sem máli skipta við framkvæmd verksins.Óvissan snýr oft að jarðfræðinni Óvissan sem tekist er á við í vega- og gangagerð snýr mjög oft að jarðfræðinni og öryggi þeirra upplýsinga sem hægt er að afla um áhrif þeirra þátta á verkferilinn. Við vegagerð snýr þetta gjarnan að gæðum, magni og aðgengi að jarðefnum sem nauðsynleg eru til vegagerðarinnar. Jarðefnin geta reynst óhentug og ónóg. Við gangagerð er áhættan alltaf mikil en þrátt fyrir miklar prófanir í aðdraganda slíkra framkvæmda er aldrei hægt að sjá fyrir með óyggjandi hætti hvað kemur í ljós þegar komið er inn í iður fjalla. Berglög geta reynst misjafnlega föst í sér og heilu vatnsæðarnar geta opnast sem ekki reyndist mögulegt að kortleggja í prufuborunum. Almenn staða á markaði hefur vissulega einnig áhrif á það hvernig tilboð berast við útboðum s.s. samkeppni milli verktaka, framboð verkefna og almennt efnahagsástand og stöðugleiki eða óvissa á þeim vettvangi. Eins og að framan greinir eru vönduð verk og kostnaðaráætlun forsenda vandaðra vinnubragða við framkvæmd stórra verka, þó ber að hafa í huga að eftir sem áður er áætlun eftir orðanna hljóðan áætlun en ekki niðurstaða verks. Áætlunin þarf því að vera raunhæf en um leið krefjandi þannig að umsjónaraðilar sjái sig knúna til þess að leita hagkvæmari leiða og efla skilvirkni. Þess ber einnig að geta að aðstæður geta breyst á framkvæmdatímanum. Sem dæmi má nefna gerð Norðfjarðarganga. Á verktímanum varð ljóst að reglur varðandi öryggi ganga væru að taka breytingum. Þess vegna var ráðist í viðbætur við verkið með gerð nýrra neyðarrýma en mun kostnaðarsamara hefði verið að ráðast í gerð þeirra eftir að verkinu var lokið. Vegagerðin telur sig geta vel við unað þótt alltaf megi gera betur. Við munum áfram reyna að gera sem raunhæfastar kostnaðaráætlanir og leggja okkur fram um að standast þær.Höfundur er forstjóri Vegagerðarinnar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun