Ný menntastefna í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. desember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Hún varð til í samstarfi þúsunda einstaklinga meðal annars barna, foreldra, kennara, skólastjórnenda, fulltrúa fagfélaga og háskólasamfélagsins. Menntastefnan snýst um valdeflingu barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu og aukna fagmennsku og samstarf starfsfólks. Yfirskrift stefnunnar: Látum draumana rætast er háfleyg og kannski dálítið væmin fyrir miðaldra karla eins og mig en hún setur markið hátt: að ýta undir frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun barna, jafna aðgengi barna að fjölbreyttu námsframboði og skapa kennurum og starfsfólki aukið svigrúm til að gera þær breytingar á starfseminni sem nýta enn betur styrkleika barna, hæfni þeirra og áhuga. Það var sameiginleg niðurstaða að efla einkum fimm hæfniþætti meðal barna og ungmenna. Þeir eru: félagsfærni með sterka vísan til lýðræðis, mannréttinda og virðingar; sjálfsefling með áherslu á sterka sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfstæða hugsun; læsi sem grundvallast á þekkingu og skilningi; sköpun þar sem frumleiki, frumkvæði og gagnrýnin hugsun er í forgrunni og loks heilbrigði þar sem markmið er að börn tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Of oft hefur skort úthald til að fylgja eftir samþykktri stefnu og innleiðingin hefur orðið í skötulíki. Því leggjum við mikla áherslu á að stefnunni fylgir fjármagn til að hefja kröftuga innleiðingu strax og tíu almennar aðgerðir sem treysta grundvöll stefnunnar. Þær felast meðal annars í auknu vægi list- og verknáms, náttúruvísinda, útináms og sköpunar; einföldun stoðkerfis fyrir börn með fjölþættan vanda; fjölgun fagfólks með ríkum tækifærum til starfsþróunar og frekari umbótum á aðstöðu til skóla- og frístundastarfs. 200 milljónum verður árlega varið í þróunarstarf í fyrsta áfanga innleiðingar með áherslu á skólaþróun og Nýsköpunarmiðja menntamála mun aðstoða skóla við innleiðinguna í samræmi við áherslur þeirra, mannauð og forgangsröðun. Ný menntastefna Reykjavíkur er stefna beint úr grasrótinni sem lýsir miklum metnaði skólasamfélagsins í borginni fyrir hönd kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi.Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Hún varð til í samstarfi þúsunda einstaklinga meðal annars barna, foreldra, kennara, skólastjórnenda, fulltrúa fagfélaga og háskólasamfélagsins. Menntastefnan snýst um valdeflingu barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu og aukna fagmennsku og samstarf starfsfólks. Yfirskrift stefnunnar: Látum draumana rætast er háfleyg og kannski dálítið væmin fyrir miðaldra karla eins og mig en hún setur markið hátt: að ýta undir frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun barna, jafna aðgengi barna að fjölbreyttu námsframboði og skapa kennurum og starfsfólki aukið svigrúm til að gera þær breytingar á starfseminni sem nýta enn betur styrkleika barna, hæfni þeirra og áhuga. Það var sameiginleg niðurstaða að efla einkum fimm hæfniþætti meðal barna og ungmenna. Þeir eru: félagsfærni með sterka vísan til lýðræðis, mannréttinda og virðingar; sjálfsefling með áherslu á sterka sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfstæða hugsun; læsi sem grundvallast á þekkingu og skilningi; sköpun þar sem frumleiki, frumkvæði og gagnrýnin hugsun er í forgrunni og loks heilbrigði þar sem markmið er að börn tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Of oft hefur skort úthald til að fylgja eftir samþykktri stefnu og innleiðingin hefur orðið í skötulíki. Því leggjum við mikla áherslu á að stefnunni fylgir fjármagn til að hefja kröftuga innleiðingu strax og tíu almennar aðgerðir sem treysta grundvöll stefnunnar. Þær felast meðal annars í auknu vægi list- og verknáms, náttúruvísinda, útináms og sköpunar; einföldun stoðkerfis fyrir börn með fjölþættan vanda; fjölgun fagfólks með ríkum tækifærum til starfsþróunar og frekari umbótum á aðstöðu til skóla- og frístundastarfs. 200 milljónum verður árlega varið í þróunarstarf í fyrsta áfanga innleiðingar með áherslu á skólaþróun og Nýsköpunarmiðja menntamála mun aðstoða skóla við innleiðinguna í samræmi við áherslur þeirra, mannauð og forgangsröðun. Ný menntastefna Reykjavíkur er stefna beint úr grasrótinni sem lýsir miklum metnaði skólasamfélagsins í borginni fyrir hönd kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi.Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun