The Grind er nýr vefþáttur á vegum Mjölnis sem fylgir eftir Gunnari í undirbúningi fyrir bardagann en í gærkvöldi kom fjórði þátturinn þar sem farið er yfir fyrstu daga Gunnars í Kanada.
Eins og kom fram í gær fór Gunnar í sveitina með einum af þjálfurum sínum, Matt Miller, en sá er frá Kanada og bauð honum að heimsækja fjölskyldu sína. Þeir félagarnir slöppuðu af og skelltu sér á fjórhjól.
Gunnar var einnig í viðtali við Ariel Helwani, stærsta og virtasta MMA-blaðamann heims, í þætti hans á ESPN en afslappaður Gunnar tók bara myndsímtalið upp í rúmi á hótelherberginu sínu.
Í þættinum má einnig sjá Gunnar taka æfingu með Jorge Blanco sem æfir íslenska bardagakappann í standandi hlutanum þegar kemur að því að slá frá sér.
Þáttinn má sjá hér að neðan.