Úthrópaður af leikara í miðri sýningu fyrir að vera djúpt sokkinn í símann Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 21:49 Kanye West og Kim Kardashian sjást hér á leið á frumsýninguna í New York í gærkvöldi. Getty/Nancy Rivera Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00
Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30
Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38