Bætum kjörin í Hafnarfirði Óskar Steinn Ómarsson skrifar 4. desember 2018 21:15 Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39 Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 1. desember síðastliðinn birti Vísir.is grein eftir Einar Freyr Bergsson, ungan Sjálfstæðismann í Hafnarfirði. Í greininni fjallar Einar um ræðu sem Stefán Már Gunnlaugsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, flutti í umræðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun. Í ræðunni lagði Stefán Már til að sveitarfélagið sæki meiri tekjur með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig. Þetta kallar Einar „skattablæti Samfylkingarinnar“.Hverfandi ávinningur fyrir þau lægst launuðu Einar hefur áhyggjur af því að með því að hækka útsvarið um 0,04 prósentustig sé verið að kreista peninga út úr fólki sem illa er statt fjárhagslega, eins og hann orðar það. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra út fyrir Einari hvers vegna þessar áhyggjur eru óþarfar.Um áramótin 2017 var útsvarið í Hafnarfirði lækkað úr 14,52% í 14,48%. Ávinningur þessarar breytingar fyrir tekjulægsta fólkið í bænum nam um 1.440 krónum - upphæð sem nemur einni megavikupizzu - á ári. Þeir Hafnfirðingar sem hafa tvær milljónir í mánaðarlaun fengu hins vegar um 9.600 krónur aukalega í vasann á ári. Útsvarslækkunin hagnaðist því fyrst og fremst tekjuhærra fólki í Hafnarfirði á meðan hún hafði hverfandi áhrif á veski þeirra tekjulægstu.60 milljónir í betri þjónustu Útsvarslækkunin hefur hins vegar talsverð áhrif á bæjarsjóð. Með því að innheimta 14,48% útsvar í stað 14,52% má gera má ráð fyrir að bærinn verði af tekjum upp á 60 milljónir króna. Með þessum aukatekjum væri hægt að gera ýmislegt fyrir þá sem lægst hafa launin í Hafnarfirði. Bærinn gæti til dæmis hækkað afslætti til öryrkja, bætt öldrunarþjónustu, fjölgað leikskólaplássum eða lækkað gjöld í skóla- og frístundastarfi barna.Fyrir 60 milljónir væri einnig hægt að kaupa tvær félagslegar íbúðir á hverju ári. Það kæmi sér vel fyrir þá Hafnfirðinga sem berjast í bökkum á húsnæðismarkaði, en Hafnarfjörður er ekki að standa sig í uppbyggingu félagslegra íbúða í samanburði við önnur sveitarfélög. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru þær 13 en í Hafnarfirði eru aðeins átta félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Hér þarf átak í uppbyggingu félagslegra íbúða.Einkavæðing bitnar á fátækum Undir lok greinarinnar leggur Einar til að dregið verði úr útgjöldum með því að einkavæða leik- og grunnskóla bæjarins. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar, en alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt hefur það leitt til meiri ójöfnuðar og bitnað á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Ég vona að hugmyndir Ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu skólakerfisins nái ekki inn á borð meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði. Í þessu kristallast munurinn á stefnu jafnaðarmanna og stefnu þeirra sem nú fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.
Skattablæti Samfylkingarinnar Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. 1. desember 2018 11:39
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar