Plast eða ekki plast? Íslenska Gámafélagið kynnir 4. desember 2018 14:00 Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska Gámafélagsins Anton Brink Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins skrifar um plast og lífbrjótanlegt plast.Föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu með fyrirsögnina „Aðrir pokar hafa verri áhrif á umhverfið“. Í greininni er verið að vitna „í umsögn Sorpu við tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem skilað var til umhverfisráðherra og birtur er í samráðsgátt stjórnvalda.“ Í greininni er haft eftir framkvæmdastjóra Sorpu að bann við notkun burðapoka úr plasti, „sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, sé að líkindum dýrara fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu.“ Þar vísar Sorpa mikið til vistferlisgreiningar sem að danska umhverfisstofnunin lét vinna á mismundandi tegundum af burðarpokum og áhrif þeirra á umhverfið. Niðurstöður erlendra rannsókna, þar sem framkvæmdar eru t.a.m. vistferlisgreiningar, eru oft yfirfærðar sem gild fyrir Ísland. Það þarf hinsvegar að rýna í forsendur rannsóknarinnar og ganga úr skugga um hvort þær eigi við Íslenskar aðstæður. Gott dæmi er þessi danska vistferlisgreining sem nefnd er hér fyrir ofan (1). Forsendur rannsóknarinnar sem Sorpa vitnar til, miðast við að búðarpokinn er notaður aftur og svo brenndur til orkunýtingar (kerfi EOL3 í rannsókninni, bls. 51). Orkan sem verður til er álitin vera orka sem kemur í staðin fyrir hefðbundna orku framleiðslu í Danmörku á næstu 10 árum (bls. 34). Plastpokar úr búðum á Íslandi sem notaðir eru svo undir rusl á heimilum enda með að vera urðaðir. Grunnforsendur dönsku rannsóknarinnar samræmist því engan veginn meðhöndlun úrgangs á Íslandi. Í sömu rannsókn þá er megin niðurstaðan, þegar kemur að loftslagsbreytingum, að pappa pokar eru með minnstu áhrifin, þar á eftir koma lífbrjótanlegir pokar og svo LDPE (plast) pokar (bls. 76). Samkvæmt lögum á að minnka urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi umtalsvert árið 2020 og sum sorpsamlög ætla að hætta því alfarið. Einnig er sett fram í nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, liðir er snúa að því að banna urðun á lífrænum úrgangi. Þessar breytingar leiða óhjákvæmilega til þess að jarðgerð mun stóraukast á Íslandi á komandi árum. Nú þegar hafa sorpsamlögin ásamt einkafyrirtækjum í sorpgeiranum hafið undirbúning á því að bjóða upp á tæknilausnir til að standast þessar kröfur. Má þar nefna Molta hf, gas og jarðgerðarstöðina sem að Sorpa er að útbúa og landsvæði sem Íslenska Gámafélagið er að vinna í að tryggja sér til að mæta lagakröfur um aukna jarðgerð.Vegna þessara auknu áherslu á jarðgerð lífræns úrgangs þá hentar mjög vel að skipta út hefðbundnu einnota plasti með lífbrjótanlegu plasti, þar sem slík efni eiga að fara í jarðgerð. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherslu á að skipta út notkun á einnota plastumbúðum og hafa þeir samþykkt bann á vissum vörum árið 2021. Sambandið hefur verið að styrkja rannsóknir og fyrirtæki sem vinna að lausnum í að framleiða lífbrjótanlegt plast í takt við hringrásarhagkerfið (2). Gríðarlegur árangur hefur náðst á þessu sviði og byrjað er að framleiða megin stoðefnið í lífbrjótanlegu plasti úr afgangs afurðum frá landbúnaði og lífefnaframleiðslu (2). Vegna þeirra lagabreytinga er varða lífrænan úrgang er erfitt að átta sig á hvernig það að banna einnota plast muni vera flóknara og dýrara fyrir samfélagið þar sem innviðirnir þurfa að breytast óháð því hvort bann á einnota plast umbúðum verður að veruleika eða ekki. Það er staðreynd að plast er að finna í hafi, ströndum og á landi í kringum okkur með tilheyrandi mengun á lífríkinu. Örplast mengunin er orðin svo mikil að hún finnst ekki einungis í fiski, fuglum og öðrum dýrum heldur fólki líka (3). Því telur Íslenska Gámafélagið það vera skyldu okkar Íslendinga að fara að fordæmi Evrópusambandsins sem hefur samþykkt bann á vissum einnota plastumbúðum árið 2021 og enn fremur lagt til frekari bönn sem eiga að taka gildi í framhaldinu. Því styður Íslenska Gámafélagið tillögur um bann við einnota plastumbúðum líkt og lagt hefur verið til fyrir árið 2021. Virðingarfyllst, Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Tilvísanir:University, Denmarks Teknik. Life Cycle assessment of grocery carrier bags. s.l. : The Danish Environmental Protection Agency, 2018. no. 1985.European Commision. BIOPLASTICS: SUSTAINABLE MATERIALS FOR BUILDING A STRONG AND CIRCULAR EUROPEAN BIOECONOMY. UEG Week: Microplastics discovered in human stools across the globe in ‘first study of its kind’. [Online] 10 23, 2018. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Íslenska Gámafélagið. Umhverfismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins skrifar um plast og lífbrjótanlegt plast.Föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu með fyrirsögnina „Aðrir pokar hafa verri áhrif á umhverfið“. Í greininni er verið að vitna „í umsögn Sorpu við tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem skilað var til umhverfisráðherra og birtur er í samráðsgátt stjórnvalda.“ Í greininni er haft eftir framkvæmdastjóra Sorpu að bann við notkun burðapoka úr plasti, „sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, sé að líkindum dýrara fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu.“ Þar vísar Sorpa mikið til vistferlisgreiningar sem að danska umhverfisstofnunin lét vinna á mismundandi tegundum af burðarpokum og áhrif þeirra á umhverfið. Niðurstöður erlendra rannsókna, þar sem framkvæmdar eru t.a.m. vistferlisgreiningar, eru oft yfirfærðar sem gild fyrir Ísland. Það þarf hinsvegar að rýna í forsendur rannsóknarinnar og ganga úr skugga um hvort þær eigi við Íslenskar aðstæður. Gott dæmi er þessi danska vistferlisgreining sem nefnd er hér fyrir ofan (1). Forsendur rannsóknarinnar sem Sorpa vitnar til, miðast við að búðarpokinn er notaður aftur og svo brenndur til orkunýtingar (kerfi EOL3 í rannsókninni, bls. 51). Orkan sem verður til er álitin vera orka sem kemur í staðin fyrir hefðbundna orku framleiðslu í Danmörku á næstu 10 árum (bls. 34). Plastpokar úr búðum á Íslandi sem notaðir eru svo undir rusl á heimilum enda með að vera urðaðir. Grunnforsendur dönsku rannsóknarinnar samræmist því engan veginn meðhöndlun úrgangs á Íslandi. Í sömu rannsókn þá er megin niðurstaðan, þegar kemur að loftslagsbreytingum, að pappa pokar eru með minnstu áhrifin, þar á eftir koma lífbrjótanlegir pokar og svo LDPE (plast) pokar (bls. 76). Samkvæmt lögum á að minnka urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi umtalsvert árið 2020 og sum sorpsamlög ætla að hætta því alfarið. Einnig er sett fram í nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, liðir er snúa að því að banna urðun á lífrænum úrgangi. Þessar breytingar leiða óhjákvæmilega til þess að jarðgerð mun stóraukast á Íslandi á komandi árum. Nú þegar hafa sorpsamlögin ásamt einkafyrirtækjum í sorpgeiranum hafið undirbúning á því að bjóða upp á tæknilausnir til að standast þessar kröfur. Má þar nefna Molta hf, gas og jarðgerðarstöðina sem að Sorpa er að útbúa og landsvæði sem Íslenska Gámafélagið er að vinna í að tryggja sér til að mæta lagakröfur um aukna jarðgerð.Vegna þessara auknu áherslu á jarðgerð lífræns úrgangs þá hentar mjög vel að skipta út hefðbundnu einnota plasti með lífbrjótanlegu plasti, þar sem slík efni eiga að fara í jarðgerð. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherslu á að skipta út notkun á einnota plastumbúðum og hafa þeir samþykkt bann á vissum vörum árið 2021. Sambandið hefur verið að styrkja rannsóknir og fyrirtæki sem vinna að lausnum í að framleiða lífbrjótanlegt plast í takt við hringrásarhagkerfið (2). Gríðarlegur árangur hefur náðst á þessu sviði og byrjað er að framleiða megin stoðefnið í lífbrjótanlegu plasti úr afgangs afurðum frá landbúnaði og lífefnaframleiðslu (2). Vegna þeirra lagabreytinga er varða lífrænan úrgang er erfitt að átta sig á hvernig það að banna einnota plast muni vera flóknara og dýrara fyrir samfélagið þar sem innviðirnir þurfa að breytast óháð því hvort bann á einnota plast umbúðum verður að veruleika eða ekki. Það er staðreynd að plast er að finna í hafi, ströndum og á landi í kringum okkur með tilheyrandi mengun á lífríkinu. Örplast mengunin er orðin svo mikil að hún finnst ekki einungis í fiski, fuglum og öðrum dýrum heldur fólki líka (3). Því telur Íslenska Gámafélagið það vera skyldu okkar Íslendinga að fara að fordæmi Evrópusambandsins sem hefur samþykkt bann á vissum einnota plastumbúðum árið 2021 og enn fremur lagt til frekari bönn sem eiga að taka gildi í framhaldinu. Því styður Íslenska Gámafélagið tillögur um bann við einnota plastumbúðum líkt og lagt hefur verið til fyrir árið 2021. Virðingarfyllst, Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Tilvísanir:University, Denmarks Teknik. Life Cycle assessment of grocery carrier bags. s.l. : The Danish Environmental Protection Agency, 2018. no. 1985.European Commision. BIOPLASTICS: SUSTAINABLE MATERIALS FOR BUILDING A STRONG AND CIRCULAR EUROPEAN BIOECONOMY. UEG Week: Microplastics discovered in human stools across the globe in ‘first study of its kind’. [Online] 10 23, 2018. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Íslenska Gámafélagið.
Umhverfismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira