Umhverfismál

Fréttamynd

Dráttar­báturinn Hrafn Jökuls­son stand­settur

Svo virðist sem Hafn Jökulsson sé hvergi nærri hættur að láta til sín taka við að hreinsa fjörur landsins – þó hann sé nú allur. Það er dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson hins vegar ekki, hann er nú í slipp og verið að gera hann kláran í verkið.

Innlent
Fréttamynd

Kæri Jón Kal­dal

Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í fyrradag, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskir jöklar minnka um fjöru­tíu fer­kíló­metra á ári

Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Sjókvíeldi: að­för gegn náttúrunni

Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærniskólinn opnar: Reglu­gerðin mun líka hafa á­hrif á lítil og meðal­stór fyrir­tæki

„Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mögu­legt að ein­hverjir stofnar séu þegar glataðir

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þróað kerfi til að auka á gagn­sæi við­skipta með kolefniseiningar

„Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR).

Atvinnulíf
Fréttamynd

Enn ein at­lagan að auð­lindum og náttúru landsins

Ekki er að sjá annað en að markmið fyrrgreindrar stefnu sé að ryðja upp vindorkuverum sem hraðast og sem víðast á landinu. Boðskapur Orkumálaráðherra sem bylur í eyrum um „grænu orkuna“ óháð því hvort hún sé raunverulega græn hefur dunið á landsmönnum og þannig skal ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi án þess þó að sýnt sé fram á það í reynd með tölulegum staðreyndum.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsáætlun á hugmyndastigi

Síðastliðinn föstudag kynntu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár í þéttu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífsins. Stórauknum fjölda aðgerða var lýst sem fagnaðarefni, en áætlunin hefur að geyma 150 aðgerðir í stað 50 áður.

Skoðun
Fréttamynd

Þreyta vegna um­ræðunnar um um­hverfis­mál

Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sex vatns­afls­virkjanir á leið í nýtingarflokk

Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk.

Innlent
Fréttamynd

Það verði „drullu­erfitt“ að rífa VG úr lægðinni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu á annað hundrað að­gerðir í loftslagsmálum

Hundrað og fimmtíu aðgerðir voru kynntar í nýrri áætlun í loftslagsmálum í dag. Hún felur í sér grundvallarbreytingu í nálgun stjórnvalda hvað varðar samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 92 loftslagsaðgerðum og 58 loftslagstengdum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Kynna 150 að­gerðir í loftslagsmálum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur kynningarfund í dag þar sem uppfærð áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem inniheldur einar 150 aðgerðir, verður kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Ljúgandi mál­pípa Sjálf­stæðis­flokksins

Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“.

Skoðun
Fréttamynd

Lokuðu ferða­manna­stöðum og skólum vegna mikils hita

Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum.

Erlent
Fréttamynd

Running Tide segir upp öllu starfs­fólki á Ís­landi

Fyrirtækið Running Tide sagði síðasta föstudag öllu sínu starfsfólki á Íslandi upp. Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á Linkedin síðu sinni í dag. Hann segir síðasta föstudag einn þann erfiðasta dag sem hann hefur upplifað. Hann segir fyrirtækið ekki gjaldþrota og að allir starfsmenn muni fá laun greidd út uppsagnarfrest og allir birgjar fái greitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sárs­auka­fullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum

Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. 

Neytendur