„Maður finnur ennþá fyrir henni á vissum tímum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2018 10:30 Aron Már Ólafsson er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Hann missti systur sína árið 2011 og segist vera að lifa með þeirri lífsreynslu. Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson, AronMola eins og margir þekkja hann, ræðir hið gríðarstóra verkefni að ala upp ungan dreng í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og hvernig það var að mæta sársaukanum eftir að hafa misst fimm ára gamla systur sína í slysi. Aron stendur fyrir útgáfu barnabókarinnar um björninn Tilfinninga-Blæ sem ætlað er að fræða tveggja til átta ára börn um tilfinningar. Aron og Hildur Skúladóttir eignuðust drenginn Birni Blæ í upphafi ársins og er saga að segja frá því hvernig nafnið kom til. „Það voru margir búnir að segja við okkur að þetta yrði algjör kvöl fyrir okkur að velja nafn á barnið. Við eyddum bara ekki einu sinni klukkutíma í það. Við vorum bara komin strax með nafn ef þetta yrði stelpa og það átti að vera til heiðurs systur minnar, Evu Lynn, og Hildur samþykkti það. Svo ef það yrði strákur þá var það bara Blær sem milli nafn, það yrði flott. Svo fundum við fornafnið og það var Sebastían, Sebastían Blær, það er bara slegið. Svo bara um leið og hann kom í heiminn horfði ég bara á hann og hugsaði, þetta er ekki Sebastían,“ segir Aron Már.Eva Lynn lést 3. ágúst 2011.„Þá fór ég á samfélagsmiðla og skoðaði story hjá rapparanum Flóna og sá þar rapparann Birni og hugsaði með mér Birnir Blær, það stuðlar vel.“ Aron, Hildur og vinur þeirra Orri Gunnlaugsson standa saman að góðgerðasamtökunum Allir gráta sem gefa bókina út. Markmiðið er að ná til 2-8 ára barna og fræða þau um tilfinningar og mikilvægi þess að ræða þær opinskátt.Símtalið hræðilega „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur til þess að geta náð inn vitneskjunni sem fyrst. Ég talaði ekki um tilfinningar við jafnaldra mína og hvað þá stráka þegar ég var yngri. Ég átti mjög margar vinkonur þegar ég var yngri og náði alltaf aðeins að fara inn í þessi tilfinningalegu samtöl við þær en aldrei við karlkyns vini mína. Það var alltaf einhver gríma og töffaraskapur sem tók yfir og það var ekki fyrr en ég var 21 árs sem ég byrjaði að tala um tilfinningar og fór að ræða þær á jöfnum grundvelli.“ Aron segist rétt eins og aðrir hafa orðið fyrir áföllum í gegnum tíðina sem hann byrgði inni, frekar en að opna sig og ræða. Stóra áfallið kom þann 3. ágúst 2011 þegar hann fékk símtal frá móður sinni um að litla systir hans Eva Lynn væri látin eftir slys við sumarbústað á Suðurlandi fimm ára gömul.Aron og Hildur eignuðust Birni Blæ í upphafi ársins.„Það gerist 3. ágúst og svo er ég bara farin í skólann aftur 20. ágúst. Það var svona stærsta stökkið fyrir mig og ég man að ég gat talað um þetta eins og ekkert hafi í skorist. Það er mjög skiljanlegt því þá ert þú í fyrstu stigum áfalls. Mér fannst það skrýtið á sýnum tíma að geta bara talað um systur mína svona stuttu eftir að þetta hefði gerst.“ Aron segist síðan hafa farið í gegnum þessi sjö eða átta stig sorgarinnar og alltaf hafi honum liðið ver og ver.Pikkað í hann „Ég er ekkert að vinna í því og díla við það. Ég set bara upp sterkari og sterkari grímu. Svo byrjar maður bara að springa, fá köst og fríka út. Þá var einhver sem pikkaði í mig og sagði að ég þyrfti kannski að kíkja til sálfræðings og ég gerði það. Það hefur bjargað mér,“ segir Aron en þarna á milli liðu tvö ár þar sem Aron segist hafa farið illa með sig í leit að skjóli frá sársaukanum. „Ég leitaði í drykkju og vímuefni og var með sjálfskaðandi hugsanir. Sem betur fer gerði ég ekkert í þeim. Þær voru þarna en ég ætlaði að akta á þær í eitt skipti. Þá var ég úti að keyra og ætlaði að beygja út af. Það þarf svo lítið til þess að taka svona ákvörðun og ég hvet alla sem eru að hlusta að ef þeim líður illa að hringja í 1717 sem er opin sími, eða fara inn á 1717.is og þar getur þú talað undir nafnleynd. Um leið og þú byrjar að tala við einhvern, þá líður þér töluvert betur.“Ágústmánuður, í kringum afmæli Evu og jólin geta verið erfiðir tíma fyrir Aron.Hann segir nú sjö árum síðar hafi hann ekki beinlínis komist yfir systurmissinn, heldur frekar lært að lifa með honum. „Maður finnur ennþá fyrir henni á vissum tímum, í kringum ágúst, í kringum afmælið hennar og um jólin en maður lærir að lifa með þessu. Það skrýtnasta og það magnaðasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern að daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“Fær stundum brenglaðar hugsanir Atvikið segir hann hafa mótað sig að einhverju leyti sem foreldri. „Ég vernda hann mjög mikið á minn hátt. Ég held að ég smá að fela það. Ég tékka reglulega á honum ef ég er einn með hann, hvort hann sé að anda og svona. Ég fæ oft hugsanir á versta tíma þegar ég er að leggjast á koddann, þá fær maður oft brenglaðar hugsanir og vaknar í einhverri skelfingu. Þá hugsar maður bara, þú þarft ekki að vera hugsa um þetta. Svo ef Hildur hringir í mig og ég missi af því og er kannski með fimm missed call, þá hugsa ég stundum nei hvað er að gerast. Þá þurfti hún kannski bara lykil og komst ekki inn eða er að spyrja mig hvað passwordið er á tölvunni.“ Hann segist í dag vera kominn með þau verkfæri til að takast á við þær tilfinningar sem upp koma. Fordómar og hræðsla við það að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi séu með öllu ástæðulausar. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“ Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks.Rætt var við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag í gær og má sjá innslagið hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson, AronMola eins og margir þekkja hann, ræðir hið gríðarstóra verkefni að ala upp ungan dreng í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og hvernig það var að mæta sársaukanum eftir að hafa misst fimm ára gamla systur sína í slysi. Aron stendur fyrir útgáfu barnabókarinnar um björninn Tilfinninga-Blæ sem ætlað er að fræða tveggja til átta ára börn um tilfinningar. Aron og Hildur Skúladóttir eignuðust drenginn Birni Blæ í upphafi ársins og er saga að segja frá því hvernig nafnið kom til. „Það voru margir búnir að segja við okkur að þetta yrði algjör kvöl fyrir okkur að velja nafn á barnið. Við eyddum bara ekki einu sinni klukkutíma í það. Við vorum bara komin strax með nafn ef þetta yrði stelpa og það átti að vera til heiðurs systur minnar, Evu Lynn, og Hildur samþykkti það. Svo ef það yrði strákur þá var það bara Blær sem milli nafn, það yrði flott. Svo fundum við fornafnið og það var Sebastían, Sebastían Blær, það er bara slegið. Svo bara um leið og hann kom í heiminn horfði ég bara á hann og hugsaði, þetta er ekki Sebastían,“ segir Aron Már.Eva Lynn lést 3. ágúst 2011.„Þá fór ég á samfélagsmiðla og skoðaði story hjá rapparanum Flóna og sá þar rapparann Birni og hugsaði með mér Birnir Blær, það stuðlar vel.“ Aron, Hildur og vinur þeirra Orri Gunnlaugsson standa saman að góðgerðasamtökunum Allir gráta sem gefa bókina út. Markmiðið er að ná til 2-8 ára barna og fræða þau um tilfinningar og mikilvægi þess að ræða þær opinskátt.Símtalið hræðilega „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur til þess að geta náð inn vitneskjunni sem fyrst. Ég talaði ekki um tilfinningar við jafnaldra mína og hvað þá stráka þegar ég var yngri. Ég átti mjög margar vinkonur þegar ég var yngri og náði alltaf aðeins að fara inn í þessi tilfinningalegu samtöl við þær en aldrei við karlkyns vini mína. Það var alltaf einhver gríma og töffaraskapur sem tók yfir og það var ekki fyrr en ég var 21 árs sem ég byrjaði að tala um tilfinningar og fór að ræða þær á jöfnum grundvelli.“ Aron segist rétt eins og aðrir hafa orðið fyrir áföllum í gegnum tíðina sem hann byrgði inni, frekar en að opna sig og ræða. Stóra áfallið kom þann 3. ágúst 2011 þegar hann fékk símtal frá móður sinni um að litla systir hans Eva Lynn væri látin eftir slys við sumarbústað á Suðurlandi fimm ára gömul.Aron og Hildur eignuðust Birni Blæ í upphafi ársins.„Það gerist 3. ágúst og svo er ég bara farin í skólann aftur 20. ágúst. Það var svona stærsta stökkið fyrir mig og ég man að ég gat talað um þetta eins og ekkert hafi í skorist. Það er mjög skiljanlegt því þá ert þú í fyrstu stigum áfalls. Mér fannst það skrýtið á sýnum tíma að geta bara talað um systur mína svona stuttu eftir að þetta hefði gerst.“ Aron segist síðan hafa farið í gegnum þessi sjö eða átta stig sorgarinnar og alltaf hafi honum liðið ver og ver.Pikkað í hann „Ég er ekkert að vinna í því og díla við það. Ég set bara upp sterkari og sterkari grímu. Svo byrjar maður bara að springa, fá köst og fríka út. Þá var einhver sem pikkaði í mig og sagði að ég þyrfti kannski að kíkja til sálfræðings og ég gerði það. Það hefur bjargað mér,“ segir Aron en þarna á milli liðu tvö ár þar sem Aron segist hafa farið illa með sig í leit að skjóli frá sársaukanum. „Ég leitaði í drykkju og vímuefni og var með sjálfskaðandi hugsanir. Sem betur fer gerði ég ekkert í þeim. Þær voru þarna en ég ætlaði að akta á þær í eitt skipti. Þá var ég úti að keyra og ætlaði að beygja út af. Það þarf svo lítið til þess að taka svona ákvörðun og ég hvet alla sem eru að hlusta að ef þeim líður illa að hringja í 1717 sem er opin sími, eða fara inn á 1717.is og þar getur þú talað undir nafnleynd. Um leið og þú byrjar að tala við einhvern, þá líður þér töluvert betur.“Ágústmánuður, í kringum afmæli Evu og jólin geta verið erfiðir tíma fyrir Aron.Hann segir nú sjö árum síðar hafi hann ekki beinlínis komist yfir systurmissinn, heldur frekar lært að lifa með honum. „Maður finnur ennþá fyrir henni á vissum tímum, í kringum ágúst, í kringum afmælið hennar og um jólin en maður lærir að lifa með þessu. Það skrýtnasta og það magnaðasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern að daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“Fær stundum brenglaðar hugsanir Atvikið segir hann hafa mótað sig að einhverju leyti sem foreldri. „Ég vernda hann mjög mikið á minn hátt. Ég held að ég smá að fela það. Ég tékka reglulega á honum ef ég er einn með hann, hvort hann sé að anda og svona. Ég fæ oft hugsanir á versta tíma þegar ég er að leggjast á koddann, þá fær maður oft brenglaðar hugsanir og vaknar í einhverri skelfingu. Þá hugsar maður bara, þú þarft ekki að vera hugsa um þetta. Svo ef Hildur hringir í mig og ég missi af því og er kannski með fimm missed call, þá hugsa ég stundum nei hvað er að gerast. Þá þurfti hún kannski bara lykil og komst ekki inn eða er að spyrja mig hvað passwordið er á tölvunni.“ Hann segist í dag vera kominn með þau verkfæri til að takast á við þær tilfinningar sem upp koma. Fordómar og hræðsla við það að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi séu með öllu ástæðulausar. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“ Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks.Rætt var við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag í gær og má sjá innslagið hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira