Laumaði hryðjuverkaplotti í glósubók keppinautar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:50 Bræðurnir á góðri stund. Hinn handtekni er vinstra megin við miðju en krikketstjörnun má sjá hægra megin við stúlkuna í rauða kjólnum. Vísir/getty Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn. Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn.
Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira