Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 23:40 Vélin lenti við afar erfiðar aðstæður. Skjáskot/Youtube Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira
Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira