Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Þjóðkjörnir fulltrúar og allir þeir fimm hundruð sem heyrðu undir kjararáð fengu veglegri desemberuppbót en flestir. Fréttablaðið/Anton Brink Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56