„Hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 19:30 Derrick Rose. Vísir/Getty Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira