Bakkusbræður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun