Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 14:39 Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15