Skattablæti Samfylkingarinnar Einar Freyr Bergsson skrifar 1. desember 2018 11:39 Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði er gott að búa, þótt það hafi ekki alltaf verið svo. Þá vísa ég til þess að Samfylkingin fór með stjórn bæjarins, ein eða í samstarfi við vinstri græn, allt frá árinu 2002. Stjórn þessar flokka tókst ekki betur en svo að frá árinu 2012 var bærinn okkar undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna, en það tók okkur fimm ár að komast úr þeirri stöðu sem fyrri meirihluti kom bænum í. Ég held að mikilvægt sé að gleyma þessu ekki. Ég er því ánægður með að sitjandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra ætlar að halda álagningarprósentu útsvars bæjarins óbreyttri þótt mér sem frjálshyggjumanni hefði þótt betra að sjá hana lækka. Vonandi gerist það á komandi árum undir stjórn núverandi meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson hélt jómfrúrræðu sína á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag og óska ég honum til hamingju með það þann áfanga. Ég er honum hins vegar algerlega ósammála um mikilvægi þess að hækka álagsprósentuna og að án slíkrar hækkunar muni misskipting samfélagsins aukast. Flokksbróðir hans, Friðþjófur Helgi Karlsson, tók undir með honum og sagði að mikilvægt væri að koma til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ég get verið sammála honum um að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum, en þó ekki jöfnuði. Þeir tala báðir um að með því að hækka útsvar upp í hæstu mögulegu prósentu myndu þeir ná aukalega 200 krónum af meðallaunamanni á mánuði. Út af fyrir sig eru 200 krónur ekki mikill peningur og nægir eflaust ekki fyrir kaffibolla, en margt smátt gerir eitt stórt. Í ljósi þess að Hafnarfjörður stendur sig vel fjárhagslega er engin raunveruleg ástæða til þess að hækka útsvar. En helsta áhugamál Samfylkingarinnar virðist vera að hækka skatta og aðrar álögur sem mest, ólíkt því sem núverandi meirihluti gerir. Skattar á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki hér í bænum eru nú þegar of háir og ber okkur að lækka þá eins og kostur er. Væri ekki frekar áhugaverðara að einkavæða grunn og leikskóla bæjarins, en það gæti skapað fjölbreyttara og betra skólakerfi og um leið minnkað útgjöld bæjarfélagsins. Finnst mér því þessi ummæli Stefáns og Friðþjófs undarleg, talandi um að hjálpa fólki sem illa er statt fjárhagslega með því að kreista úr því jafnvel þann pening sem kæmi sér vel í lok mánaðar. Höfundur er ungur Sjálfstæðismaður í Hafnarfirði
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun