Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Frá Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Mikið fannfergi hefur verið norðanlands síðustu tvo sólarhringana og hafa margir þurft að moka snjó frá heimilum sínum. Húsfélög stórra húsa moka bílaplön sín á eigin kostnað og oft er snjórinn ruddur í stóra skafla. Nú þarf hins vegar að moka honum upp á vörubíla og fara með hann á losunarsvæði með tilheyrandi aukakostnaði fyrir húsfélög sem og aukinni mengun af völdum stórra vinnuvéla á ferð um bæjarlandið. Á vef Akureyrarkaupstaðar hefur verið sett upp kort þar sem losunarstaðir eru skilgreindir. Geta bæjarbúar keyrt með snjóinn á þessi skilgreindu snjólosunarsvæði, utan alfaraleiðar gangandi vegfarenda. Bæjarbúar hafa margir hverjir haft það á orði hvort þeir þurfi þá að setja snjóinn í svarta poka. „Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að snjó hafi verið mokað á gangstéttir og aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Því var ákveðið að skilgreina snjólosunarsvæði og var það kynnt snjómokstursverktökum sem og bæjarbúum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Við höfum fengið nokkrar athugasemdir við þetta fyrirkomulag í dag og förum við yfir málið eftir helgi. Við leggjum þó ríka áherslu á að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á Akureyri.“ Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir frétt bæjarins í of neikvæðum tón. „Betra hefði verið að leiðbeina bæjarbúum um hvað skuli gera þegar snjómagnið er svo mikið,“ segir Gunnar. „Ég geri ráð fyrir að menn séu að tala um að tryggja öryggi gangandi fólks og að setja ekki of mikinn snjó í ruðninga. En það hefði mátt stilla málinu öðruvísi upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira