Einn mesti gagnaleki sögunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Marriott rekur meðal annars hótel í Kína. Nordicphotos/AFP Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira