Tjöldum ekki til einnar nætur Hjörvar Ólafsson skrifar 1. desember 2018 08:00 "Kvennaliðið okkar hefur verið lengi í fremstu röð, en það er ljóst að aðrir eru að gefa í og sumar að nálgast okkur,“ segir Guðni. Fréttablaðið/ Sigtryggur Ari Við erum langt komin með fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þar verður m.a. nýtt skipurit og sú stefnumótun sem við fórum í eftir að ég tók við starfinu sem formaður. Við erum þar að skerpa á verkskipulagi, stofna knattspyrnusvið og markaðs-/tekjusvið til þess að efla tekjuhliðina og breikka tekjumöguleika okkar. Allt er þetta gert með það eitt að markmiði að geta stutt betur við fótboltann í landinu. Við viljum efla okkar starf enn frekar með því að koma á fót stöðugildi yfirmanns knattspyrnusviðs/-mála. Hann mun t.d. fá það verkefni að efla starfið í kringum landsliðin okkar og vera líka yfirþjálfurum aðildarfélaganna til halds og trausts. Við viljum vera eins framarlega í okkar faglegu vinnu í fótboltanum og við mögulega getum miðað við þau efni og burði sem við höfum til þess. Við gerum margt svo vel en lengi má gott bæta. Ég vil taka það fram að þetta á ekki bara við afreksstarfið heldur ekki síður grasrótarstarfið úti í aðildarfélögunum sem við síðan byggjum afreksstarfið á,“ segir formaðurinn um komandi þing.Markaðsstarfið skiptir máli Það er alveg ljóst að við getum ekki reitt okkur á það að komast á stórmót á hverju ári til að afla tekna og við þurfum því að huga að tekjustreyminu hjá okkur sem við höfum svo vissulega verið að gera. Í markaðsstarfinu erum við líka að horfa til félaganna. Ég tel að við munum áfram hafa á okkar snærum sérstakan markaðsfulltrúa fyrir efstu tvær deildirnar sem við byrjuðum á í sumar og við munum ef eitthvað er bara gefa í þegar kemur að markaðsmálum almennt séð bæði fyrir deildirnar og landsliðin. Við höfum þar í huga t.d. að vernda frekar og markaðssetja vörumerkin okkar á erlendum vettvangi og þróa frekar vörumerki íslensks fótbolta, bæði deildanna og landsliðanna. Það er í því samhengi merkilegt að segja frá því að Íslandsstofa fékk markaðsfyrirtækið Brooklyn Brothers til þess að verðmeta þátttöku og þá athygli sem karlalandsliðið okkar fékk í kringum EM 2016 og þeir töldu að þátttaka liðsins hefði skilað um 20 milljarða króna virði í kynningu fyrir Ísland. Það gefur því augaleið að það eru ríkir tekjumöguleikar af því að sinna þessum þætti almennilega og átta okkur á þeim tækifærum sem við mögulega erum að skapa, ekki bara fyrir íslenskan fótbolta, heldur líka fyrir okkur sem samfélag.“Framsækin í samvinnu við félögin Nokkuð hefur verið rætt um að KSÍ og ÍTF (Íslenskur toppfótbolti), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla, séu ósammála um sum veigamikil atriði þegar kemur að knattspyrnunni hér innanlands. Guðni vill ekki gera of mikið úr þessum ágreiningi og telur að það sé lítið sem stendur út af í samtali hagsmunasamtakanna um framhaldið hjá íslenskri knattspyrnu. Við höfum átt í ágætu samstarfi undanfarið en stundum er tekist á um ákveðin málefni og áherslur. Við erum ekki alltaf sammála eins og gerist og gengur. Það eru einhver mál sem standa út af fyrir næsta ársþing en ég held að við munum ná lendingu í þeim málum. Á endanum erum við öll í sama liði og viljum íslenskum fótbolta vel. Það er ekki hægt að segja annað en að KSÍ hafi aukið sín framlög til félaganna undanfarin ár á grundvelli frábærs árangurs karlalandsliðsins m.a. og því ber að fagna. Við höfum öll notið þess og við viljum auðvitað reyna að vinna saman að því að þessi árangur viðhaldist. Þessi árangur byggist í grunninn á frábæru grasrótarstarfi aðildarfélaganna sem síðan kemur í hlut KSÍ að byggja á í sínu landsliðsstarfi. Við erum ein heild og það yrði ekki heillavænlegt að hafa tvö eða fleiri sambönd um knattspyrnuna hér á landi sem ekki vinna saman. Mér finnst stundum gleymast að geta þess sem gott er og við getum öll verið stolt af því sem íslenskur fótbolti hefur afrekað og staðið fyrir,“ segir formaðurinn.Nauðsynlegt til framfara „Að mínu viti er það sérstakt að við séum ekki með starfandi yfirmann knattspyrnumála. Við erum í samkeppni við erlend knattspyrnusambönd og þar hefur verið mikil framþróun. Flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við eru með slíkan yfirmann eða það sem kallast „Director of Football“. Þjóðverjar tóku til í þessum málum upp úr 2000, það gaf til að mynda Belgum góða raun að ráða öflugan mann í þetta starf fyrir rúmum áratug og Englendingar tóku til í þessum málum á svipuðum tíma og hafa uppskorið ríkulega. Við þurfum að vanda vel til verka við ráðninguna og ráða einstakling sem er reiðubúinn til þess að sinna þessu starfi af eldmóði og móta það. Við megum ekki tjalda til einnar nætur í þessu. Við vitum hvernig knattspyrnuheimurinn er, þjálfarar geta komið og farið, en við viljum að þessi aðili standi af sér storma og hafi framtíðarsýn. Ég vil að hann vinni náið með félögunum og yfirþjálfurum þeirra að því að styrkja íslenskan fótbolta og þjálfun okkar iðkenda enn frekar. Þetta er í raun mjög spennandi og mun verða krefjandi fyrir þennan yfirmann, en viljum við ekki einmitt hafa það þannig? Vissulega kostar peninga að bæta stöðugildi við og ég hef alveg heyrt þær raddir frá einhverjum sem velta fyrir sér kostnaðinum við þetta. En ég sé þetta sem fjárfestingu í framtíð okkar og þá betri fótbolta. Þetta snýst um það. Það er hins vegar svo að kostnaður við þetta starf er ekki of mikill ef litið er til veltu sambandsins, þeirrar fjárhæðar sem hefur runnið til félaganna undanfarin ár og þeirra fjármuna sem við höfum sett til hliðar vegna góðs gengis okkar undanfarið. Mér finnst það klárlega þess virði að efla starf okkar með þessum hætti og það mun koma félögunum og íslenskum fótbolta til góða að mínu mati,“ segir Guðni um þetta nýja starf.Vill nýjan völl „Staðan á uppbyggingu Laugardalsvallar er sú að það hefur verið stofnað undirbúningsfélag þar sem Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ eiga öll fulltrúa. Það verður tekin ákvörðun um það á næsta ári hvað verður gert í þeim efnum. Mín skoðun er sú að við eigum að endurbyggja völlinn með færanlegu þaki. Með tilkomu Þjóðadeildar UEFA og breyttu fyrirkomulagi Evrópukeppni landsliða er karlalandsliðið okkar með leikdaga í mars og nóvember. Það er ljóst að við fáum ekki og getum ekki leikið á þeim tíma á okkar heimavelli eins og staðan er í dag. Við getum því ekki hafið eða endað undankeppni á okkar heimavelli eða leikið umspilsleiki í mars sem er mjög bagalegt og skerðir möguleika okkar á að komast í úrslitakeppnir. Núverandi leikvangur stenst ekki kröfur UEFA og er orðinn 60 ára gamall. Við þurfum að endurnýja“ segir Guðni um stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar. „Það er líka gaman að segja frá því að þá gætum við átt möguleika á því að halda hér HM 2027 í samvinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir en við erum að vinna að því að sækja um það mót saman. Mér finnst síðan ekki síður mikilvægt í þessu sambandi hvað við getum gert fyrir okkar deildar- og bikarkeppnir varðandi mögulegar úrslitakeppnir og bikarúrslitaleiki í lok tímabils. Riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða og undirbúningstímabil o.fl. Þetta yrði frábært og ég segi tökum höndum saman,“ segir Guðni enn fremur.„Gengið hefur ekki verið sem best á þessu ári hjá karlalandsliðinu en það hefur þó farið á HM í fyrsta sinn á árinu og spilað við geysisterka andstæðinga. Ég er bjartsýnn þrátt fyrir allt með framhaldið og þegar við fáum okkar leikmenn til baka úr meiðslum. Leikirnir í haust munu nýtast okkur vel sem undirbúningur og ég er sannfærður um að við komum sterkir inn í Evrópumótið í mars með Erik Hamrén, Frey Alexandersson og leikmenn reynslunni ríkari.“ Nýverið réð KSÍ nýtt þjálfarateymi hjá kvennalandsliðinu, en mikill uppgangur hefur verið hjá liðinu undanfarin ár og Guðni vonast til þess að svo verði áfram. „Kvennaliðið okkar hefur verið lengi í fremstu röð, en það er ljóst að aðrar þjóðir eru að gefa í og sumar að nálgast okkur og jafnvel komast fram úr okkur. Ég hef miklar væntingar til nýja þjálfarateymisins sem samanstendur af Jóni Þór og Ian Jeffs og það er í skoðun hjá okkur að fá verkefni fyrir U-21. Bilið er of langt frá U-19 ára liði og upp í A-landslið og við erum meðvituð um það. Það hefur líka verið rætt að gæðin í þjálfun séu stundum ekki jafn mikil í yngri flokkum kvenna og karlamegin og það þarf að athuga frekar. Yfirmaður knattspyrnusviðs gæti aðstoðað við það,“ segir formaðurinn. Það hefur síðan verið mjög ánægjulegt hve yngri landsliðunum hefur almennt gengið vel undanfarið. Það er okkur auðvitað mjög mikilvægt upp á framtíðina.“Framtíðin björt Guðni er mjög bjartsýnn þegar hann horfir fram á veginn. „Að mínu mati stendur knattspyrnusambandið og fótboltinn almennt vel á þessum tímapunkti og ég tel að við höfum komið miklu í verk á síðustu 20 mánuðum eða svo. Við höfum líka farið á tvö stórmót á þessum tíma sem er frábært. Við höfum lagt grunninn að mikilvægum skipulagsbreytingum og aukið sjálfsaflafé sambandsins svo um munar svo dæmi séu tekin. Með auknum tekjum getum við eflt starf okkar á knattspyrnusviðinu og líka stutt betur við aðildarfélög okkar sem við höfum verið að gera. Ég myndi t.d. gjarnan vilja að við gætum í framtíðinni stutt við yfirþjálfarastöður félaganna. Mér finnst ég vera rétt að byrja og þó að við höfum komið ýmsu í verk þá er svo margt eftir. Ég vil gjarnan leiða þá vinnu með öllu því góða fólki sem ég vinn með innan KSÍ og í hreyfingunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Við erum langt komin með fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þar verður m.a. nýtt skipurit og sú stefnumótun sem við fórum í eftir að ég tók við starfinu sem formaður. Við erum þar að skerpa á verkskipulagi, stofna knattspyrnusvið og markaðs-/tekjusvið til þess að efla tekjuhliðina og breikka tekjumöguleika okkar. Allt er þetta gert með það eitt að markmiði að geta stutt betur við fótboltann í landinu. Við viljum efla okkar starf enn frekar með því að koma á fót stöðugildi yfirmanns knattspyrnusviðs/-mála. Hann mun t.d. fá það verkefni að efla starfið í kringum landsliðin okkar og vera líka yfirþjálfurum aðildarfélaganna til halds og trausts. Við viljum vera eins framarlega í okkar faglegu vinnu í fótboltanum og við mögulega getum miðað við þau efni og burði sem við höfum til þess. Við gerum margt svo vel en lengi má gott bæta. Ég vil taka það fram að þetta á ekki bara við afreksstarfið heldur ekki síður grasrótarstarfið úti í aðildarfélögunum sem við síðan byggjum afreksstarfið á,“ segir formaðurinn um komandi þing.Markaðsstarfið skiptir máli Það er alveg ljóst að við getum ekki reitt okkur á það að komast á stórmót á hverju ári til að afla tekna og við þurfum því að huga að tekjustreyminu hjá okkur sem við höfum svo vissulega verið að gera. Í markaðsstarfinu erum við líka að horfa til félaganna. Ég tel að við munum áfram hafa á okkar snærum sérstakan markaðsfulltrúa fyrir efstu tvær deildirnar sem við byrjuðum á í sumar og við munum ef eitthvað er bara gefa í þegar kemur að markaðsmálum almennt séð bæði fyrir deildirnar og landsliðin. Við höfum þar í huga t.d. að vernda frekar og markaðssetja vörumerkin okkar á erlendum vettvangi og þróa frekar vörumerki íslensks fótbolta, bæði deildanna og landsliðanna. Það er í því samhengi merkilegt að segja frá því að Íslandsstofa fékk markaðsfyrirtækið Brooklyn Brothers til þess að verðmeta þátttöku og þá athygli sem karlalandsliðið okkar fékk í kringum EM 2016 og þeir töldu að þátttaka liðsins hefði skilað um 20 milljarða króna virði í kynningu fyrir Ísland. Það gefur því augaleið að það eru ríkir tekjumöguleikar af því að sinna þessum þætti almennilega og átta okkur á þeim tækifærum sem við mögulega erum að skapa, ekki bara fyrir íslenskan fótbolta, heldur líka fyrir okkur sem samfélag.“Framsækin í samvinnu við félögin Nokkuð hefur verið rætt um að KSÍ og ÍTF (Íslenskur toppfótbolti), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla, séu ósammála um sum veigamikil atriði þegar kemur að knattspyrnunni hér innanlands. Guðni vill ekki gera of mikið úr þessum ágreiningi og telur að það sé lítið sem stendur út af í samtali hagsmunasamtakanna um framhaldið hjá íslenskri knattspyrnu. Við höfum átt í ágætu samstarfi undanfarið en stundum er tekist á um ákveðin málefni og áherslur. Við erum ekki alltaf sammála eins og gerist og gengur. Það eru einhver mál sem standa út af fyrir næsta ársþing en ég held að við munum ná lendingu í þeim málum. Á endanum erum við öll í sama liði og viljum íslenskum fótbolta vel. Það er ekki hægt að segja annað en að KSÍ hafi aukið sín framlög til félaganna undanfarin ár á grundvelli frábærs árangurs karlalandsliðsins m.a. og því ber að fagna. Við höfum öll notið þess og við viljum auðvitað reyna að vinna saman að því að þessi árangur viðhaldist. Þessi árangur byggist í grunninn á frábæru grasrótarstarfi aðildarfélaganna sem síðan kemur í hlut KSÍ að byggja á í sínu landsliðsstarfi. Við erum ein heild og það yrði ekki heillavænlegt að hafa tvö eða fleiri sambönd um knattspyrnuna hér á landi sem ekki vinna saman. Mér finnst stundum gleymast að geta þess sem gott er og við getum öll verið stolt af því sem íslenskur fótbolti hefur afrekað og staðið fyrir,“ segir formaðurinn.Nauðsynlegt til framfara „Að mínu viti er það sérstakt að við séum ekki með starfandi yfirmann knattspyrnumála. Við erum í samkeppni við erlend knattspyrnusambönd og þar hefur verið mikil framþróun. Flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við eru með slíkan yfirmann eða það sem kallast „Director of Football“. Þjóðverjar tóku til í þessum málum upp úr 2000, það gaf til að mynda Belgum góða raun að ráða öflugan mann í þetta starf fyrir rúmum áratug og Englendingar tóku til í þessum málum á svipuðum tíma og hafa uppskorið ríkulega. Við þurfum að vanda vel til verka við ráðninguna og ráða einstakling sem er reiðubúinn til þess að sinna þessu starfi af eldmóði og móta það. Við megum ekki tjalda til einnar nætur í þessu. Við vitum hvernig knattspyrnuheimurinn er, þjálfarar geta komið og farið, en við viljum að þessi aðili standi af sér storma og hafi framtíðarsýn. Ég vil að hann vinni náið með félögunum og yfirþjálfurum þeirra að því að styrkja íslenskan fótbolta og þjálfun okkar iðkenda enn frekar. Þetta er í raun mjög spennandi og mun verða krefjandi fyrir þennan yfirmann, en viljum við ekki einmitt hafa það þannig? Vissulega kostar peninga að bæta stöðugildi við og ég hef alveg heyrt þær raddir frá einhverjum sem velta fyrir sér kostnaðinum við þetta. En ég sé þetta sem fjárfestingu í framtíð okkar og þá betri fótbolta. Þetta snýst um það. Það er hins vegar svo að kostnaður við þetta starf er ekki of mikill ef litið er til veltu sambandsins, þeirrar fjárhæðar sem hefur runnið til félaganna undanfarin ár og þeirra fjármuna sem við höfum sett til hliðar vegna góðs gengis okkar undanfarið. Mér finnst það klárlega þess virði að efla starf okkar með þessum hætti og það mun koma félögunum og íslenskum fótbolta til góða að mínu mati,“ segir Guðni um þetta nýja starf.Vill nýjan völl „Staðan á uppbyggingu Laugardalsvallar er sú að það hefur verið stofnað undirbúningsfélag þar sem Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ eiga öll fulltrúa. Það verður tekin ákvörðun um það á næsta ári hvað verður gert í þeim efnum. Mín skoðun er sú að við eigum að endurbyggja völlinn með færanlegu þaki. Með tilkomu Þjóðadeildar UEFA og breyttu fyrirkomulagi Evrópukeppni landsliða er karlalandsliðið okkar með leikdaga í mars og nóvember. Það er ljóst að við fáum ekki og getum ekki leikið á þeim tíma á okkar heimavelli eins og staðan er í dag. Við getum því ekki hafið eða endað undankeppni á okkar heimavelli eða leikið umspilsleiki í mars sem er mjög bagalegt og skerðir möguleika okkar á að komast í úrslitakeppnir. Núverandi leikvangur stenst ekki kröfur UEFA og er orðinn 60 ára gamall. Við þurfum að endurnýja“ segir Guðni um stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar. „Það er líka gaman að segja frá því að þá gætum við átt möguleika á því að halda hér HM 2027 í samvinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir en við erum að vinna að því að sækja um það mót saman. Mér finnst síðan ekki síður mikilvægt í þessu sambandi hvað við getum gert fyrir okkar deildar- og bikarkeppnir varðandi mögulegar úrslitakeppnir og bikarúrslitaleiki í lok tímabils. Riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða og undirbúningstímabil o.fl. Þetta yrði frábært og ég segi tökum höndum saman,“ segir Guðni enn fremur.„Gengið hefur ekki verið sem best á þessu ári hjá karlalandsliðinu en það hefur þó farið á HM í fyrsta sinn á árinu og spilað við geysisterka andstæðinga. Ég er bjartsýnn þrátt fyrir allt með framhaldið og þegar við fáum okkar leikmenn til baka úr meiðslum. Leikirnir í haust munu nýtast okkur vel sem undirbúningur og ég er sannfærður um að við komum sterkir inn í Evrópumótið í mars með Erik Hamrén, Frey Alexandersson og leikmenn reynslunni ríkari.“ Nýverið réð KSÍ nýtt þjálfarateymi hjá kvennalandsliðinu, en mikill uppgangur hefur verið hjá liðinu undanfarin ár og Guðni vonast til þess að svo verði áfram. „Kvennaliðið okkar hefur verið lengi í fremstu röð, en það er ljóst að aðrar þjóðir eru að gefa í og sumar að nálgast okkur og jafnvel komast fram úr okkur. Ég hef miklar væntingar til nýja þjálfarateymisins sem samanstendur af Jóni Þór og Ian Jeffs og það er í skoðun hjá okkur að fá verkefni fyrir U-21. Bilið er of langt frá U-19 ára liði og upp í A-landslið og við erum meðvituð um það. Það hefur líka verið rætt að gæðin í þjálfun séu stundum ekki jafn mikil í yngri flokkum kvenna og karlamegin og það þarf að athuga frekar. Yfirmaður knattspyrnusviðs gæti aðstoðað við það,“ segir formaðurinn. Það hefur síðan verið mjög ánægjulegt hve yngri landsliðunum hefur almennt gengið vel undanfarið. Það er okkur auðvitað mjög mikilvægt upp á framtíðina.“Framtíðin björt Guðni er mjög bjartsýnn þegar hann horfir fram á veginn. „Að mínu mati stendur knattspyrnusambandið og fótboltinn almennt vel á þessum tímapunkti og ég tel að við höfum komið miklu í verk á síðustu 20 mánuðum eða svo. Við höfum líka farið á tvö stórmót á þessum tíma sem er frábært. Við höfum lagt grunninn að mikilvægum skipulagsbreytingum og aukið sjálfsaflafé sambandsins svo um munar svo dæmi séu tekin. Með auknum tekjum getum við eflt starf okkar á knattspyrnusviðinu og líka stutt betur við aðildarfélög okkar sem við höfum verið að gera. Ég myndi t.d. gjarnan vilja að við gætum í framtíðinni stutt við yfirþjálfarastöður félaganna. Mér finnst ég vera rétt að byrja og þó að við höfum komið ýmsu í verk þá er svo margt eftir. Ég vil gjarnan leiða þá vinnu með öllu því góða fólki sem ég vinn með innan KSÍ og í hreyfingunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira