Fullveldi Íslands er eins og fertug kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. desember 2018 08:00 Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun