Guðrún Brá þarf að hækka sig um 21 sæti á lokahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 14:23 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir. Golf Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Golf Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira