Guðrún Brá þarf að hækka sig um 21 sæti á lokahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 14:23 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 46. sæti fyrir fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Guðrún Brá lék fjórða hringinn á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hún hefur leikið hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari samanlagt. Guðrún Brá var með þrjá fugla, tvo skolla og einn skramba á hringnum í dag. Alls eru það 115 kylfingar sem keppa um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Alls eru leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum. Mótið fer fram í Marokkó og eru keppnisvellirnir tveir. Guðrún Brá þarf því að hækka sig um 21 sæti ætli hún að tryggja sér keppnisrétt á næsta ári. Kylfingurinn í 25. sæti er nú á tveimur höggum undir pari en þrjár eru jafnar í 25. til 28. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með keppnisrétt á þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn á LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira