Enski boltinn

Tottenham sló út Arsenal og Chelsea marði Bournemouth

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heung-Song Min og Dele Alli fagna.
Heung-Song Min og Dele Alli fagna. vísir/getty
Tottenham og Chelsea tryggðu sig inn í undanúrslit enska deildarbikarsins í kvöld eftir sigra á Arsenal og Bournemouth í leikjum kvöldsins.

Það var Lundúnaslagur af bestu gerð er Tottenham heimsótti Arsenal á Emirates-leikvanginn en ekki fyrir alls löngu vann Arsenal sigur í uppgjöri þessara liða í fjörugum leik.

Tottenham náði forystunni eftir tuttugu mínútna leik en eftir afar smekklega sendingu Dele Alli var það Soung-Heung Min sem kom boltanum framhjá Petr Cech og í netið. 1-0 í leikhlé.

Aftur var það Dele Alli sem var viðloðandi næsta mark Tottenham sem kom á 59. mínútu. Harry Kane lagði þá boltann á hann og Dele Alli kláraði færið stórskotlega. Lokatölur 2-0 sigur Tottenham.

Chelsea kláraði Bournemouth á heimavelli en það tók sinn tíma. Markalaust var í hálfleik. Chelsea var mikið með boltann en gestirnir frá Bournemouth sóttu með hættulegum hröðum skyndisóknum.

Í síðari hálfleik var Eden Hazard og Pedro sendir á vettvang en þeir afgreiddu leikinn. Pedro lagði boltann á Belgann sem skaut skoti, sem hafði viðkomu í varnarmanni Bournemouth og í netið. Lokatölur 1-0.

Það verða því Manchester City, Burton Albion, Chelsea og Tottenham sem eru komin í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×