Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco Hörður Ægisson skrifar 19. desember 2018 07:00 Þorsteinn Jónsson. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira